Skírnir - 01.01.1976, Page 130
128
ÞÓR WHITEHEAD
SKTRNIR
á hættu- og stríðstímum. Teldust stöðvarnar framlag landsins
til SÞ, en á friðartímum yrði enginn her á íslandi. Breska yfir-
herráðið vonaðist ennfremur til, að ísland gengi síðar í félags-
skap Vestur-Evrópuríkja, sem starfaði innan vébanda SÞ undir
forystu Bretlands og Frakklands. Viðræður um öryggissamning
við íslendinga skyldu fara fram á vegum SÞ, en áður bæri vest-
urveldunum að efna heit sín um brottflutning alls herafla frá
landinu. í mars skoruðu bretar á bandaríkjamenn að samþykkja
þessa síðastnefndu áætlun.
Herverndin 1941 spratt af pólitískri þörf Roosevelts forseta til
að réttlæta bandaríska vernd með skipalestum á Atlantshafi.
ísland skipaði fyrrum engan sess í varnaráætlun vesturálfu og í
hermálaráðuneytinu eimdi lengi eftir af andstöðu gegn banda-
rískri hersetu í landinu. Með eflingu norðurflugleiðarinnar yfir
Atlantshaf eyddust hins vegar allar efasemdir um hernaðargildi
íslands fyrir Bandaríkin. Árið 1943 samdi bandaríska yfirher-
ráðið áætlun um framtíðarherstöðvar, þar sem gert var ráð fyrir,
að stórveldin færu að vilja Roosevelts og stofnsettu alþjóðlegt
öryggiskerfi að styrjöld lokinni. Herráðið áætlaði, að á upphafs-
skeiði nýju alþjóðasamtakanna skiptu stórveldin fjögur með
sér verkum og héldu uppi friði og reglu í afmörkuðum lieims-
lilutum. Bandaríkin hefðu umsjón með vesturálfu og Kyrrahafs-
svæðinu og starfræktu þar víðtækt flugstöðvakerfi. ísland var
talið á ytra varnarsvæði vesturálfu, en þar voru Bandaríkjunum
ætlaðar herstöðvar í félagi við önnur ríki.
í árslok 1943 höfðu Roosevelt, yfirherráðið og valdamiklir
þingmenn ákveðið, að Bandaríkin þyrftu að hafa herstöðvar á
íslandi eftir stríð. í bandaríska utanríkisráðuneytinu var talið
æskilegast, að Bandaríkin tækju að sér varnir íslands „að eilífu“.
Varnarsamningurinn skyldi grundvallaður á Monroe-kenning-
unni og með honum gerðist Island „tuttugasta og annað am-
eríkulýðveldið". Stefnudrög ráðuneytisins breyttust í tímans rás,
en kjarninn reyndist langær: Island skyldi í framtíðinni teljast
á bandarísku hagsmunasvæði.
Lýðveldisstofnunin 1944 gaf bandaríkjastjórn kjörið tækifæri
til að vinna að framgangi hugðarefna sinna (sjá „Lýðveldið og
stórveldin", Skirnir, 1973). Að lokinni lýðveldishátíð mæltist