Skírnir - 01.01.1976, Page 132
130
ÞÓR WHITEHEAD
SKÍRNIR
Sumarið 1945 höfðu bandaríkjamenn sig ekkert í frammi með
herstöðvatillöguna, en að stríði loknu sátu uþb. tvö þúsund her-
menn um kyrrt á íslandi. Höfðu þeir einkum með höndum
rekstur flugvalla, bretar í Reykjavík en bandaríkjamenn í Kefla-
vík. Sniðgengu bandaríkjamenn enn bresku tillöguna um sam-
eiginlegan brottflutning og öryggissamning. Bretar ákváðu því
upp á sitt eindæmi að flytja brott liðsmenn sína fyrir marslok
1946. Bandaríkjamenn voru hins vegar staðráðnir í áframhald-
andi hersetu í von um leigusamning. Bretum til undrunar gripu
bandaríkjamenn jafnvel til láns- og leigulaganna og báðu breska
herinn tafarlaust að rýma flotastöðvarnar í Hvalfirði og Foss-
vogi. Bretar gátu sér þess réttilega til, að bandaríkjaher vildi
helga sér yfirráð yfir þeim stöðvum, sem hann girntist til fram-
búðar.
Tilkoma kjarnorkusprengjunnar í ágúst 1945 styrkti þann
ásetning bandaríkjamanna að afla sér herstöðva á íslandi. Talið
var, að í kjarnorkustyrjöld yrðu aðalvígtólin langfleygar
sprengjuflugvélar, er þytu stystu leið heimsálfanna á milli. Flug-
stöðvar á norðurleiðinni, einkum Keflavík, höfðu því öðlast
stóraukið gildi fyrir sóknar- og varnarmátt Bandaríkjanna.
Haustið 1945 fóru samskipti stórveldanna að taka á sig nýja
mynd. Framferði Sovétríkjanna í Austur-Evrópu sannfærði
Truman forseta um að Stalín væri ófús til samvinnu, en ræki
eigin heimsvaldastefnu. Þær vonir, sem Bandaríkin höfðu bundið
við Sameinuðu þjóðirnar, dvínuðu og risaveldin tvö gerðust
vantrúuð á lífsmöguleika alþjóðlega öryggiskerfisins, er byggjast
átti á gagnkvæmu trausti. Truman-stjórnin sneri sér jafnframt
að því að aftra frekari útþenslu Sovétríkjanna, ma. á þann
hátt að fylla valdatómið, sem heimsstyrjöldin hafði skapað í
norðurálfu. Til að vega upp á móti hinum óvíga rauða her í
lijarta álfunnar, reiddu bandaríkjamenn sig á yfirburði flota-
og flugliers búins kjarnorkuvopnum. Landherinn var hins vegar
að mestu leystur upp og ætlunin að halda einungis úti mála-
myndaliðsafla á meginlandi Evrópu. Utanríkis- og hervarnar-
stefna af þessu tagi krafðist herstöðva í útjaðri hugsanlegs stríðs-
vettvangs. Herstöðvaáætlunin frá 1945 sýnir, að yfirherráðið
leit á ísland, Grænland og Asoreyjar sem hvílipunkta, er hern-