Skírnir - 01.01.1976, Page 134
132
ÞÓR WHITEHEAD
SKÍRNIR
stætt bretum voru bandaríkjamenn ákveðnir í því að sniðganga
Sameinuðu þjóðirnar. Skilyrðið um stríðsyfirlýsingu gegn mönd-
ulveldunum tálmaði ekki lengur inngöngu íslands í samtökin
og líkur voru á því, að öryggismál landsins yrðu senn leyst
í samræmi við sáttmála SÞ. Innan öryggisráðsins var öllum
stórveldunum ætlaður íhlutunarréttur um slíka samningsgerð.
Reið því á miklu fyrir bandaríkjamenn að vinda bráðan bug
að herstöðvaleigunni. Að öðrum kosti gátu „hin stórveldin
beitt veto [neitunarvaldi]“.1
Bandarískir embættismenn lögðust undir feld og ígrunduðu,
hvernig freista mætti íslendinga til samninga um leigu herstöðva.
Gjafatilboð á fjölbreyttu samansafni stríðsframleiðslu og setu-
liðseigna var talið vænlegt til árangurs. Louis G. Dreyfus sendi-
herra í Reykjavík reyndist þó vantrúaður á áhrifamátt slíks til-
boðs, enda kynni það að vekja raddir um, að „sjálfstæðið væri
selt fyrir skran“. Ráðlegra væri að beina sjónurn að ótraustum
fiskmarkaði og þverrandi dollaraeign íslands. Versnandi efna-
hagsástand „hefði vakið áhuga íslendinga á [fisk]sölusamningi
við Bandaríkin til langs tíma, eða tollaívilnunum, er tryggðu
óhefta fisksölu á Ameríkumarkaði". í Washington rýndu emb-
ættismenn í bandarísk-íslenska viðskiptasamninginn frá 1943,
en í ljós kom, að gerlegar og æskilegar tollalækkanir gátu „eigi
freislað íslendinga svo um munaði".2 Hvað sem þessari niður-
stöðu leið, hefðu pólitískar viðskiptaívilnanir strítt gegn þeirri
fríverslunarstefnu, sem Bandaríkin beittu sér fyrir á alþjóða-
vettvangi. Innkaupasamningur til langs tíma liefði ennfremur
komið í bága við eðlileg markaðslögmál. Bandaríkj amarkaður
var reyndar þegar mettaður af íslenskum afurðum. Á tímabilinu
1941—1945 nam meðalhlutur Bandaríkjanna í heildarútflutningi
íslands aðeins 11.42%. Þetta hlutfall var þó í ósamræmi við
eftirspurn, því vegna viðskiptaákvæða herverndarsamningsins
hafði bandaríkjastjórn neyðst til kaupa á íslenskum landbúnað-
arafurðum. Hafði stjórnin fengið sig fullsadda af þessum kaup-
skap og var treg til að tengja saman viðskipti og herstöðvar.
Bandaríkjamenn höfðu því farið að dæmi breta og dregið úr
viðskiptaívilnunum við ísland, er nálgast tók stríðslok. Leið ís-
lenskra afurða til vesturs var því augljóslega þyrnum stráð, og