Skírnir - 01.01.1976, Page 135
SKÍRNIR
LÝÐVELDI OG HERSTÖÐVAR
133
á friðartímum gátu hernaðarhagsmunir þar litlu um þokað. Á
íslandi var sá misskilningur hins vegar útbreiddur, að banda-
ríkjastjórn hefði það í hendi sér, rétt eins og hver önnur alræðis-
stjórn, að koma obbanum af útflutningi íslands í verð.
Hugsanleg tengsl íslands við vesturálfu höfðu eins og áður
segir ráðið nokkru um afstöðu Bandaríkjanna til lýðveldisstofn-
unar. Nú skaut þeirri hugmynd upp í Washington að bera her-
stöðvabeiðnina fram í nafni vesturálfuríkja og með skírskotun
til gagnkvæms öryggissáttmála þeirra. Yrði íslendingum boðin
aðild að sáttmálanum, sem var nokkurs konar viðauki við Mon-
roe-kenninguna og jafnan kenndur við borgina Chapultepec.
Með herstöðvasamningnum stæði Islandi þar með til boða að
gerast ameríkulýðveldi og njóta ávaxtanna af samstarfi þeirra.
Er málið var rannsakað niður í kjölinn, kom á daginn, að hern-
aðaryfirvöld kusu fremur tvíhliða samning við ísland. Utanríkis-
ráðuneytið var einnig reynslunni ríkara síðan 1944. Norður-
Evrópudeild þess hafði sannfærst um, að fyrri stefnudrög byggð-
ust á sandi, því að íslendingar hefðu enga löngun til að gerast
ameríkumenn:
... sáttraálinn [Chapultepec] einskorðast greinilega ... við ameríkuríkin, og
þar eð íslendingar hafa þráfaldlega lýst þeim ásetningi sínum að varðveita
menningartengsl við Norðurlönd, og þar sem ísland er háð viðskiptum við
Bretland, er talið að ríkisstjórn íslands féllist ekki á að undirrita sáttmál-
ann eða aðra samninga ameríkuríkja í millum.3
Bandaríkjamenn höfðu komist að athyglisverðri niðurstöðu:
Þeir höfðu ekki upp á þau kjör að bjóða, sem jafnast gátu á við,
hvað þá komið í staðinn fyrir, forn menningar- og viðskipta-
tengsl íslands við Evrópu. Ef landið tengdist bandaríska hern-
aðarkerfinu, yrði endurgjaldið leiga og stríðsgóss.
3. HERSTÖÐVABEIÐNI - VIÐBRÖGÐ ÍSLENDINGA
14. september—29. október 1945
Um miðjan september 1945 kunngerði bandaríkjastjórn Ólafi
Thors, að herstöðvabeiðni væri í uppsiglingu. Forsætisráðherra
ráðgaðist við nánustu trúnaðarmenn sína(sennilegaBjarnaBene-
diktsson og Pétur Magnússon fjármálaráðherra) og tilkynnti