Skírnir - 01.01.1976, Page 137
SKÍRNIR LÝQVELDI OG HERSTOÐVAR 135
gengið um beiðnina í amk. viku, áður en hún var formlega
afhent.
Nú ber að líta á afstöðu Ólafs Thors til herstöðva, og annarra
leiðtoga „lýðræðisflokkanna“ sem svo nefndu sig til aðgrein-
ingar frá „kommúnistum“, Sósíalistaflokknum. í samtalinu við
Dreyfus í apríl 1945 (sjá forspjallið) lýsti Ólafur því yfir, að
vegna liernaðarmikilvægis íslands væri óhjákvæmilegt að þar
yrðu herstöðvar í framtíðinni. Forsætisráðherra byggði þetta
sjónarmið sitt á tveimur meginforsendum: (1) Með inngöngu
í Sameinuðu þjóðirnar skuldbyndi ísland sig að leyfa erlendar
herstöðvar (sbr. 43. grein sáttmála SÞ). (2) Ef SÞ brygðust hlut-
verki sínu vegna stórveldarígs, yrði ísland að beiðast herverndar
vesturveldanna. Ólafur hafði þó einsett sér að fresta lokaákvörð-
un í herstöðvamálinu uns nýsköpunin væri komin í heila höfn
og sveitarstjórnar- og þingkosningar 1946 að baki. Hann vonað-
ist til, að á meðan héldu vesturveldin þegjandi og liljóðalaust
áfram hersetu samkvæmt herverndarsamningnum. A þennan
hátt virðist Ólafur hafa ætlað að verjast markaðshruni og verð-
falli, er fylgdu stríðslokum. Einnig rnundi setuliðið annast flug-
vallareksturinn, sem landið hafði hvorki fjárhagslegt bolmagn
né þjálfaðan mannafla til að taka að sér. Þegar innanlandsástand
leyfði, uppfylltu íslendingar öryggisskyldur sínar við SÞ með
því að láta vesturveldunum í té herstöðvar. Vesturveldin fylgdu
fordæmi stríðsáranna og launuðu íslandi hernaðaraðstöðuna
með viðskiptaívilnunum. Öryggi landsins gegn vá úr austri yrði
tryggt til frambúðar. Efnahagsuppgangur stríðsáranna héldi
áfram, þrátt fyrir markaðssveiflur friðartíma. Vofa kreppunnar,
sem mjög ásótti stjórnmálamenn um þetta leyti, yrði kveðin
niður. Komist yrði hjá því að skerða lífskjör þjóðarinnar með
öllurn þeim pólitísku og þjóðfélagslegu átökum, er því væru
samfara. Leiðtogar lýðræðisflokkanna voru í grundvallaratriðum
sammála um nauðsyn herverndar. Dagblaðið Tíminn staðfesti
að svo væri og lýsti því yfir að semja bæri við Bandaríkin um
meðferð flugvallanna í framtíðinni og hvernig íslendingar gætu notið áfram
verndar vesturveldanna rneðan alþjóðaöryggi væri ekki tryggt, án þess að
sjálfstæði þeirra eða þjóðerni væri hætta búin.