Skírnir - 01.01.1976, Page 138
136
ÞÓR WHITEHEAD
SKÍRNIR
Alþýðuflokkurinn og mikill meiri hluti Sjálfstæðisflokksins óskar... eftir
áframhaldandi vernd vesturveldanna, þótt þeir vilji sennilega fá hana í öðru
formi en því, að hér þurfi að vera fjölmennur her og vilji gjarnan ræða við
Bandaríkin á þeim grundvelli.f
Stefán Jóhann Stefánsson formaður Alþýðuflokksins árétti að
hervernd væri á dagskrá:
Þó að allir vildu án efa komast hjá því, að hér á landi yrði útlendur her og
herstöðvar eða aðgangur að þeim, þá er það enn ekki vitað hvort unnt er,
vegna þátttöku í alþjóðasamtökum og til.verndar frelsi og sjálfstæði Islands,
að koma í veg fyrir að gera samninga eða gangast undir skyldur er hefðu í
för með sér, að einhver útlendur her hefði hér stöðvar eða aðgang að þeim.8
Stefán lagði á það áherslu við bandaríkjamenn, að herlíf yrði
aðskilið frá þjóðlífinu. Ekki yrði leyfð herstöð í Fossvogi. Þessar
yfirlýsingar, svo og almenn afstaða flokkanna til Keflavíkur-
samningsins og varnarsamningsins 1951, eru til marks um þau
skilyrði, sem þeir hugðust frá öndverðu setja fyrir hervernd.
Herverndarsamningurinn nýi átti að vera auðveldlega uppsegj-
anlegur með stuttum fyrirvara. Halda átti fjölda setuliðsmanna
í lágmarki og einangra þá frá þjóðlífinu.
Af framansögðu er ljóst, að beiðni bandaríkjamanna um víð-
tæk herstöðvaréttindi til langs tíma samrýmdist ekki hugmynd-
um lýðræðisflokkanna. Ólafi Thors var mikill vandi á höndum.
Hann vildi fyrir hvern mun halda áfram samstarfi við Sósíalista-
flokkinn og hrinda nýsköpuninni í framkvæmd. Vegna ítaka
sósíalista í verkalýðshreyfingunni taldi hann að landinu yrði
raunverulega ekki stjórnað án slíks samstarfs. Uppgjör við
sósíalista væri engan veginn tímabært. Hrun þjóðstjórnarinnar
og lýðveldismálið 1942 höfðu opnað gjá milli Ólafs og fram-
sóknarmanna. Væringar þeirra höfðu hrint landinu út í þá póli-
tísku sjálflieldu, sem Ólafur leysti með samstarfi við sósíalista.
Frá sjónarmiði Ólafs var það einn helsti kostur nýsköpunar-
stjórnarinnar, að hún útilokaði frá völdum höfuðfjanda lians,
Hermann Jónasson, og Framsóknarflokkinn. Ólafur átti fárra
kosta völ. Stjórnarsamstarfið hlaut að rofna, ef léð yrði máls á
samningum um varanlega lausn öryggismála. Ef herstöðvabeiðn-
inni yrði á hinn bóginn vísað algjörlega á bug, kynni banda-
ríkjastjórn að láta sér hagsmuni íslands í léttu rúmi liggja á