Skírnir - 01.01.1976, Page 141
SKÍRNIR
LÝÐVELDI OG HERSTÖÐVAR
139
vík var það almælt, að Vilhjálmur væri utanríkisráðherraefni í
slíku ráðuneyti. Hermann Jónasson spáði því einnig í samtali
við bandaríkjamenn, að herstöðvabeiðnin yrði banabiti nýsköp-
unarstjórnarinnar. Taldi Hermann, að réttast liefði verið „að
senda jákvætt svar við beiðni þeirra innan vikutíma... ,“14
Dagblaðið Tíminn hellti olíu á eldinn og gagnrýndi þögn ríkis-
stjórnarinnar. Veittist blaðið að forsætisráðherra fyrir að þókn-
ast kommúnistum, en bregðast þjóðarhagsmunum með því að
þiggja ekki áframhaldandi vernd „engilsaxa". Annað Reykja-
víkurblað, Visir, handgengið Birni Ólafssyni, tók í svipaðan
streng. Taldi blaðið, að í heimi klofnum í tvær valdablakkir,
bæri íslandi að skipa sér í sveit vesturvelda. Blaðið tíundaði kosti
bandaríkjamarkaðar og krafðist samninga við bandaríkjamenn
um viðskipti og varnir.15
Svar bandaríkjastjórnar við uppástungu Ólafs Thors uni
könnunarviðræður var afdráttarlaust: annaðhvort samþykkti ís-
land herstöðvabeiðnina eða hafnaði henni. Könnunarviðræður
væru óþarfar, þar sem forsætisráðherra hefði þingfylgi til að
koma fram bandarískum „grundvallarmarkmiðum" og semja
síðan um aukaatriði.18 Óbilgirni bandaríkjamanna sýnir, að
þeir töldu Ólaf eina ljón í vegi fyrir tafarlausri samþykkt her-
stöðvabeiðninnar. Bandaríkjamenn vildu umfram allt hraða
málinu og forðast þannig þjark við ísland og þau ríki innan
Sameinuðu þjóðanna (Bretland, Norðurlönd og Sovétríkin),
sem létu sig herstöðvabeiðnina varða. Frá sjónarhóli bandaríkja-
manna var uppástunga Ólafs til þess eins fallin að valda frekari
töfum, sem gátu leitt til afsvars eða útvötnunar á tillögu þeirra.
Dreyfus áleit að „tregða Ólafs til að láta af forsætisráðherra-
embættinu" væri „undirrót vandans". Dulin löngun Ólafs í
forsetaembættið kynni einnig að ýta undir þvermóðsku hans.’17
Vangaveltur forsætisráðherra um öngþveiti í landinu voru tald-
ar vífilengjur, yfirvarp brennandi metorðagirndar. Bandaríkja-
menn efuðust ekki um, að herstöðvabeiðnin orkaði sem sprengja
á stjórnarheimilinu, en þeir væntu þess, að úr ösku nýsköpunar-
stjórnar risi ný samsteypustjórn, kommúnistar týndu völdum
og „besti vinur Bandaríkjanna á íslandi“,18 Vilhjálmur Þór,
tæki við embætti utanríkisráðherra. Ef Ólafur yrði knúinn til