Skírnir - 01.01.1976, Side 142
140
ÞÓR WHITEHEAD
SKÍRNIR
þess að bera tillögu þeirra upp á þingi, yrði herstöðvaleigan að
veruleika. Vilhjálmur Þór hafði sannfært aðdáanda sinn, Drey-
fus, um þennan gang mála. Afstaða bandaríkjastjórnar byggðist
greinilega á sömu forsendum. Ummæli, sem Dreyfus hafði eftir
forsætisráðherra um afstöðu þingflokkanna, voru sennilega talin
staðfesting á fullyrðingum Vilhjálms og Jónasar frá Hriflu um
að þingmeirihluti væri fyrir herstöðvaleigu til langs tíma. Mark-
mið Vilhjálms og bandaríkjamanna fóru að öllu leyti saman. Það
gegnir því engi'i furðu, þótt Ólafur Thors ályktaði að með því að
luinsa óskir hans væru bandaríkjamenn að leggjast á sveif með
Framsóknarflokknum og andstæðingum Ólafs í Sjálfstæðis-
flokknum. Sífelldar ábendingar hans um að herstöðvabeiðnin
ógnaði þingræðinu, benda til þessara grunsemda hans. Thor
Thors hafði nánar fréttir af athæfi Vilhjálms, og vafalaust gerði
hann bróður sínum aðvart. Ólafur óttaðist, að utanþingsstjórnin
yrði endurreist í einhverri mynd. Hann var uggandi um, að
sósíalistar hefndu þá harma sinna og blésu til stéttastríðs með
ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Sá hópur, er að utanþingsstjórn-
inni stóð og Ólafur tengdi að nokkru við Framsóknarflokkinn,
var persónulega og pólitískt eitur í hans beinum. Eins og hann
hafði tilkynnt Dreyfus, ætlaði hann að hafna herstöðvabeiðn-
inni með öllu, ef sýnt væri, að hervernd leiddi til minnihluta-
stjórnar. Áður en Ólafur Thors bar upp formlega tillögu um
könnunarviðræður, afhenti Dreyfus honum óbilgjarnt svar yfir-
boðara sinna. Slíkur var hroki sendiherrans, að hann neitaði að
koma tillögu Ólafs til skila. Taldi það óþarft, þar sem efnislegt
svar við henni lægi fyrir. Forsætisráðherra harmaði, að orð-
sending bandaríkjastjórnar kæmi málinu í hreinar ógöngur:
„Svarið hefði varla getað verið óbilgjarnara þótt það væri sam-
ið í Moskvu.“ Á alþingi yrði atkvæðagreiðsla um herstöðva-
beiðnina „tvísýn“ vegna rótgróinnar þjóðerniskenndar. Ef
bandaríkjamenn legðu að honum að fallast á beiðnina, áður en
gengið yrði til viðræðna, „yrði hann að hafna henni afdráttar-
laust til þess að verjast pólitískum áföllum“. Hersetuna mætti
á hinn bóginn framlengja um eitt ár, án formlegs samnings, og
á meðan gætu íslendingar dæmt um hvaða skjól væri í Samein-
uðu þjóðunum. Svipaðri uppástungu kom Ólafur til breta.19