Skírnir - 01.01.1976, Page 143
SKÍRNIR
LÝÐVELDI OG HERSTÖÐVAR
141
Allt frá bandarísku orðsendingunni 20. október og fram til
mánaðarloka riðaði nýsköpunarstjórnin til falls. Ólafur sætti
sig engan veginn við þá sjálfheldu, sem málið var komið í vegna
stirfni bandaríkjamanna. Hallaðist liann að því að senda þeim
formlegt svar og bjóðast til óbundinna viðræðna á grundvelli
herstöðvabeiðninnar. Ólafur var sem fyrr staðráðinn í því að
ganga ekki að beiðninni. Hann vildi aðeins stuðla að því, að
bandaríkjamenn tækju svar íslands gilt, svo að hann gæti síðan
lagt fram bráðabirgðalausn. Þrátt fyrir gauragang á síðum Þjóð-
viljans, höfðu sósíalistar, og þá sérstaklega Brynjólfur Bjarnason,
reynst forsætisráðherra hinir samvinnuþýðustu í raunum hans.
Þeir höfðu fallist á misheppnað tilboð Ólafs um könnunarvið-
ræður og vildu sýnilega gefa honum tækifæri til þess að smeygja
landinu illindalaust undan kröfum bandaríkjastjórnar. Tilboð
um viðræður á „grundvelli herstöðvabeiðninnar" gekk þó of
langt að þeirra dómi. Breytti það engu, þótt forsætisráðherra
fullvissaði þá um, að ekki yrði fallist á beiðnina með þessu orða-
lagi. Stjórnarslit vofðu yfir, þar sem Ólafur hélt svari sínu til
streitu. Á þessu stigi málsins virðist Ólafur í fyrsta sinn hafa
örvænt um, að fleygurinn, sem stóð í ráðuneyti lians, yrði fjar-
lægður. Hann sagði forseta, hvernig komið væri högurn stjórn-
arinnar og orðaði nýja stjórnarmyndun lýðræðisflokkanna
þriggja undir forsæti Péturs Magnússonar. Tók Ólafur þessa
ákvörðun í samráði við Bjarna Benediktsson.20
4. HERSTÖÐVABEIÐNIN - AFSTAÐA BRETA
í óvissunni um úrslit herstöðvamálsins varð spurningin um
afstöðu breta æ áleitnari í hugum alþingismanna. Víkur nú sög-
unni að skiptum vesturveldanna, þar sem frá var horfið í for-
spjalli. Sumarið 1945 höfðu bandaríkjamenn lialdið uppteknum
liætti og leynt breta fyrirætlunum sínum þar til seint í septem-
ber. Þá var bresku tillögunni frá mars 1945 loks „svarað“ með
tilkynningu um, að bandaríkjastjórn væri í þann mund að bera
upp beiðni um lierstöðvar við ísland. Bætti bandaríkjastjórn
gráu ofan á svart með því að tilkynna stjórninni í Kreml um
beiðnina samdægurs. Bretar mæltust til þess að bandaríkjamenn