Skírnir - 01.01.1976, Page 144
142
ÞÓR WHITEHEAD
SKÍRNIR
frestuðu aðgerðum, en þeim tilmælum var hafnað í verki. Breska
stjórnin var tvíbent í afstöðu sinni til málsins. Bretar töldu
bandarískar herstöðvar á íslandi ennþá eftirsóknarverða trygg-
ingu fyrir öryggi Vestur-Evrópu, og fyrirheit um áframhaldandi
afskipti Bandaríkjanna af málum norðurálfu. Á hinn bóginn
hafði breska verkamannaflokksstjórnin sett sér það höfuðtak-
mark í utanríkismálum að efla Sameinuðu þjóðirnar. Taldi
stjórnin, að bandaríska herstöðvatillagan stríddi gegn þeim ör-
yggisreglum, sem stórveldin höfðu komið sér saman um. Einnig
óttaðist hún, að Sovétríkin hagnýttu sér áformaðan herstöðva-
samning sem átyllu til þess að sölsa undir sig land eða krefjast
herstöðvaréttinda á Svalbarða, Borgundarhólmi og jafnvel víðar
á Norðurlöndum. Höfðu sovétmenn þegar sýnt tilhneigingu í
þessa átt. Þá voru bretar ákveðnir í að verja hernaðarhagsmuni
sína á Islandi fyrir ágengni bandaríkjamanna. Er bretar höfðu
vegið og metið aðstæður, fóru þeir þess á leit við bandaríkja-
stjórn, að hún léti sér nægja leigu herstöðva til skamms tíma.
Félli leigan úr gildi, er öryggisreglur SÞ kæmu til framkvæmda.
Loks var farið fram á, að bandaríkjastjórn ábyrgðist að breski
herinn hefði frjálsan aðgang að íslandi í styrjöld, sem Banda-
ríkin stæðu utan við. Lokamarkmið breta með þessari tillögu
liggur í augum uppi. Að herstöðvasamningnum útrunnum ætl-
uðu þeir að beita aðstöðu sinni í öryggisráðinu til þess að knýja
fram áætlunina um öryggissamning við ísland. Bandaríkjastjórn
vísaði málamiðlun breta á bug og sagðist ekkert vilja eiga undir
geðþótta Sovétríkjanna í SÞ. Afréð breska stjórnin þá að draga
sig í hlé og veita bandaríkjamönnum engan atbeina.21
5. VIÐBRÖGÐ ÍSLENDINGA
29. október — 4. desember 1945
Til októberloka hafði Ólafur Thors færst undan því að spyrja
breta álits á herstöðvabeiðni bandaríkjamanna, þrátt fyrir óskir
allra annarra flokksleiðtoga. Eins og málin höfðu skipast, taldi
Ólafur óhætt að leita álits bresku stjórnarinnar og bar fram
formlega fyrirspurn til hennar. Bretar reyndu með svari sínu,
29. október, að beina íslendingum inn á braut þeirrar mála-