Skírnir - 01.01.1976, Síða 145
SKÍRNIR
LÝÐVELDI OG HERSTÖÐVAR
143
miðlunar sem bandaríkjamenn höfðu hafnað. Svarið var varlega
orðað, svo bandaríkjastjórn gæti ekki sakað breta um að spilla
fyrir samningum.
Styrjöldin hefur sýnt að nauðsynlegt er að hafa til taks bandarískan herafla
á Norður-Atlantshafssvæðinu.... Við fögnum því tillögunni um, að banda-
ríkjaher hafi áfram herstöðvar á íslandi. Við gerum vitaskuld ráð fyrir því,
að hersetunni verði þannig háttað, að hún falli í framtíðinni undir það
alþjóðlega öryggiskerfi, sem sáttmáli Sameinuðu þjóðanna kveður á um.
Eðlilegt má telja, að á meðan geri ríkisstjórnir Islands og Bandarikjanna
með sér tvíhliða samning.22
Orðsending breta varð Ólafi Thors hvatning til þess að endur-
skoða væntanlegt tilboð um viðræður á grundvelli herstöðva-
beiðninnar. Samdi hann uppkast að nýju svari til bandaríkja-
stjórnar og ítrekaði þann ásetning íslands að ganga í SÞ og
taka á sig viðkomandi skuldbindingar. „Með tilvísun til þess“
væru íslendingar reiðubúnir til viðræðna við bandaríkjastjórn
„um fyrirkomulag þessara mála“. Ólafur vonaðist til að þetta
svar gæti friðað sósíalista jafnt og bandaríkjamenn, og orðið
uppliaf þeirrar lausnar, er hann hafði leitað. Sósíalistar teldu
það ekki frágangssök, þótt hann ræddi við bandaríkjastjórn um
þátttöku íslands í SÞ. Þeir gætu jafnvel túlkað það sem synjun
á herstöðvabeiðninni. Ef þingflokkarnir samþykktu svarið,
viðurkenndu þeir hins vegar þær skyldur, er hann taldi óum-
flýjanlegar samkvæmt sáttmála SÞ, þe. að herstöðvar yrðu í
landinu. Á síðasta stigi málsins yrði spurningin því aðeins sú,
livort ísland kysi herstöðvar Sovétríkjanna eða vesturveldanna.
Stjórnarslit yrði þó umfram allt að koma í veg fyrir, og vestur-
veldin yrðu að gera sér að góðu óbreytt ástand. Hvað endanlegt
markmið snerti, var svar Ólafs því í samræmi við breska boð-
skapinn, sem hann hafði stílfært til þess að sefa sósíalista. í Ijós
kom, að stjórnarflokkarnir gátu allir sætt sig við svarið, og var
nýsköpunarstjórninni þar með borgið. Alþýðuflokkurinn vildi
þó augsýnilega slá því föstu, að Ólafur gengi ekki lengra til sam-
komulags en tillaga bresku verkamannaflokksstjórnarinnar gerði
ráð fyrir. Alþýðuflokksmenn samþykktu því svarið með þeim
fyiirvara, að samningaviðræður á grundvelli herstöðvabeiðninn-
ar kæmu ekki til greina. Sósíalistar tóku undir þennan fyrirvara.