Skírnir - 01.01.1976, Side 146
144
ÞÓR WHITEHEAD
SKÍRNIR
Forsætisráðherra lýsti því þá yfir, að ef viðræður hæfust við
bandaríkjamenn, færi hann ekki „út fyrir þau takmörk, sem
leiði af þessari skýringu Alþýðuflokksins, nema að fyrir liggi
vilji meirihluta Alþingis fyrir því“. Með yfirlýsingunni vildi Ól-
afur girða fyrir þá hættu, að bandaríkjamenn tækju svarið ekki
gilt vegna fyrirvara Alþýðuflokksins. Það hvarflaði ekki að hon-
um að nein breyting yrði á afstöðu þingsins, sem liann lýsti
þannig:
Með tillögu Bandaríkjanna er líklega enginn þingmaður. Með því að segja
blankt nei eru sennilega milli 15 og 20. Hinir eru einhvers staðar þar á
milli.23
Ólafur kallaði Dreyfus nú á sinn fund og kom á framfæri síð-
búnu svari og fyrirvörum.24 Bar forsætisráðherra þess merki, að
hann væri í uppnámi, enda mikið í húfi að bandaríkj amönnum
hugnaðist svarið. Frásagnir forsætisráðherra og sendiherra af
fundinum eru allólíkar. Ólafur segist hafa útskýrt fyrir Dreyfus,
að með ofangreindri yfirlýsingu hafi hann reynt að halda sarnn-
ingsumboðinu sem víðtækustu. Hann liafi liins vegar árétt við
sendiherrann, að hvorki þjóðar- né þingvilji væri fyrir samn-
ingum á grundvelli herstöðvabeiðninnar. Þingmenn lýðræðis-
flokkanna væru flestir andvígir leigu til langs tíma. Þetta yrði
að taka skýrt fram, því ákveðnir menn, þám. Jónas frá Hriflu,
liefðu vísvitandi gefið bandaríska sendiráðinu villandi upplýs-
ingar um viðhorf alþingis. Þingvilji yrði aldrei fyrir leigu til
langs tíma nema því aðeins, að bandaríkjamenn sönnuðu, að
hún væri nauðsynleg öryggi íslands og til hagsbóta fyrir landið.
Ólafur viðurkenndi, að svarið væri neitun við málaleituninni
frá 1. október, ætlunin væri einungis sú að halda dyrunum opn-
um, ef Bandaríkin óskuðu eftir því að ræða málin frekar. Fram-
tíðarviðræður gætu giundvallast á heiti þingflokkanna um að
gangast undir þær skyldur, er hlytust af aðild að Sameinuðu
þjóðunum.25
í skýrslu Dreyfus til Washington er hvorki að finna skýringu
Ólafs á svarinu né lýsingu hans á afstöðu þingflokkanna. Sendi-
herrann lagði þvert á rnóti höfuðáherslu á ugg Ólafs um, að
ísland glataði vináttu Bandaríkjanna. Á skýrslunni var að skilja,
að til þess að forðast reiði bandaríkjastjórnar, tæki Ólafur her-