Skírnir - 01.01.1976, Page 148
146
ÞÓR WHITEHEAD
SKÍRNIR
Bandaríkjastjórn sat fast við sinn keip. Tilkynnti utanríkis-
ráðuneytið Ólafi, að „einungis samningur til langs tíma gæti
fullnægt öryggisþörfum Bandaríkjanna" og tryggt það hern-
aðarjafnvægi á Norður-Atlantshafssvæðinu sem nauðsynlegt væri
í þágu alþjóðlegs öryggis.30 Bandaríkjastjórn var sem endra-
nær frábitin því að leyfa Ólafi undanbrögð, er hefðu þann
eina tilgang að lengja lífdaga stjórnar mengaðrar af komrnún-
isma.
Til nóvemberloka reyndi Ólafur árangurslaust að koma vitinu
fyrir Dreyfus. Varð forsætisráðherra loks svo langleiður á þófinu,
að liann bjóst til þess að leyfa bandaríkjamönnum að kollsteyp-
ast fyrir opnum tjöldum. Hann dró enga dul á það við Dreyfus,
að bandarísku samningamennirnir (sem nú voru á förum til
Reykjavíkur!) færu erindisleysu. Er allt virtist í óefni komið,
fól forsætisráðherra Thor Thors sendiherra að gera lokatilraun
til þess að fresta málinu. Kom á daginn, að er röksemdir Ólafs
voru bornar fram án milligöngu Dreyfus, tóku ráðuneytismenn
sönsum. Var ákveðið, 3. desember, að fresta samningaviðræðum
fram yfir sveitarstjórnarkosningar í janúar. Ekki vildu banda-
ríkjamenn þó ljá Ólafi tauminn og létu það í veðri vaka, að
fresturinn væri óviðkomandi óskum Thorsbræðra.31
Frá svari Ólafs 6. nóvember og fram til frestunar höfðu líkur
til að samningar um herstöðvar tækjust enn minnkað. Er beiðni
bandaríkjamanna spurðist út, hófst mikil mótmælaalda gegn
herstöðvum. Náði hún inn í raðir allra lýðræðisflokkanna og
fór vaxandi fram til 1. desember. Almennar umræður um ör-
yggismálin voru nánast á eina lund, því Sjálfstæðis- og Alþýðu-
flokkurinn vildu ekki hætta stjórnarsamstarfinu með deilum á
þessu sviði. Enginn grundvöllur var heldur fyrir uppgjöri við
sósíalista, meðan bandaríkjastjórn hvikaði ekki frá óaðgengileg-
um kröfum og allt var í óvissu um framhald málsins. Andóf
Tímans og Visis gegn málflutningi herstöðvaandstæðinga var
kæft með landráða- og landsölubrigslum. Er almenningsálitið
virtist snúið á band með sósíalistum og kosningar nálguðust,
töldu lýðræðisflokkarnir sér allir hag í því að halda herstöðva-
málinu utan við kosningabaráttuna. Um miðjan nóvember ef-
aðist Ólafur Thors um, að ísland gengi nokkurn tíma til ör-