Skírnir - 01.01.1976, Page 149
SKÍRNIR
LÝÐVELDI OG HERSTÖÐVAR
147
yggissamvinnu við Bandaríkin. Málið hefði verið hrifið úr
höndum stjórnmálamannanna og ætti þangað varla afturkvæmt.
Er Thor Tliors hlutaðist til um frestun í Washington, lét hann
í ljós „megna andúð“ á því að leyfa herstöðvar á friðartímum.
í áramótasamtali við Valdimar Björnsson gekk Ólafur svo langt
að óska þess, að herstöðvabeiðnin væri „dauð“ og grafin. Ný-
sköpunarstjórnin væri íslendingum lífsnauðsyn, því engin önnur
stjórn megnaði að leysa efnahagsvanda landsins.32
6. FRESTURINN LENGDUR
I ársbyrjun 1946 urðu bandaríkjamenn þess áskynja, að leið-
togar lýðræðisflokkanna höfðu ekki með öllu misst móðinn.
Bjarni Benediktsson tæpti á því við Dreyfus, að forsætisráðherra
hefði enn hug á leigusölu herstöðva, ef hagstæð kjör yrðu í boði.
Allt sæti þó við það sama, samningaviðræður væru ótímabærar.
Þegar rofaði til, yrðu bandaríkjamenn að gera öllum lýðræðis-
flokkunum ljóst „hvað farið væri fram á, hvers vegna, og hversu
langt Bandaríkin vildu ganga til þess að ná markmiðum sínurn".
Með slíkri hreinskilni greiddi bandaríkjastjórn fyrir samning-
um og örvaði lýðræðisflokkana til samvinnu, sem væri forsenda
nýrrar stjórnarmyndunar.33 Tilgangur Bjarna var augsýnilega
sá, að firra forsætisráðherra frekari þrýstingi frá bandaríkja-
stjórn. Þessi afskipti Bjarna af herstöðvamálinu voru einnig til
marks um þasr nýju blikur, sem á lofti voru í islenskum stjórn-
málum. Kosningabaráttan fyrir sveitarstjórnarkosningarnar
hafði leyst úr læðingi og skerpt hugsjónaágreining innan ný-
sköpunarstjórnarinnar. Allt frá kosningasigrum Sósíalistaflokks-
ins 1942 höfðu lýðræðisflokkarnir óttast stöðugan uppgang sós-
íalista. Fullir sigurvissu höfðu sósíalistar hafið sókn fyrir meiri-
hluta í bæjarstjórn Reykjavíkur og ógnuðu þar með stöðu Sjálf-
stæðisflokksins. Sjálfstæðismenn svöruðu með hörðu gagn-
áhlaupi undir forystu Bjarna Benediktssonar borgarstjóra. Sner-
ist kosningabaráttan upp í illvígar þrætur um sovétkerfið og
ágreiningsefni austurs og vesturs. Stjórnarsamstarfið bar ekki sitt
barr eftir að þessi orrahríð skall á. Bjarni Benediktsson kann að
liafa ályktað, að senn skildu leiðir stjórnarflokkanna. Að af-