Skírnir - 01.01.1976, Page 150
148
ÞÓR WHITEHEAD
SKÍRNIR
stöðnum alþingiskosningum í júní gætu öryggismálin orðið
sameiningartákn lýðræðisflokkanna við nýja stjórnarmyndun.
Úrslit sveitarstjórnarkosninganna sýndu litlar tilfærslur á
fylgi flokkanna. Leiðtogum lýðræðisflokkanna til mikils léttis
og uppörvunar hafði framsókn sósíalista verið stöðvuð. Bjarni
Benediktsson, sigurvegari kosninganna, lagði enn á ný að banda-
ríkjamönnum að fresta samningaviðræðum fram yfir þingkosn-
ingar. Sagði Bjarni, að herstöðvamálið sundraði lýðræðisflokk-
unum og gæti komið því til leiðar, að kommúnistar sneru vörn
í sókn. Ef bandaríkjastjórn hefði uppi tilburði í þá átt að endur-
nýja herstöðvabeiðnina í kosningabaráttunni, yrði henni um-
svifalaust hafnað. í framtíðinni væri það heppilegasta lausnin,
að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fæli Bandaríkjunum að fara
með hervernd íslands. Hermann Jónasson tók í svipaðan streng
og Bjarni um kosti þess að fresta samningaviðræðum.34 Áður en
herstöðvaandstaðan náði hámarki, hafði Hermann verið á önd-
verðri skoðun og tekið undir áskoranir Vilhjálms Þórs til
bandaríkjamanna. Þessi fyrri afstaða flokksforingjans kemur ekki
á óvart, þar sem valdaáform hans og Framsóknarflokksins höfðu
strandað á svari forsætisráðherra til bandaríkjastjórnar. Her-
mann taldi annars ekkert því til fyrirstöðu, að samið yrði um
5—15 ára leigu herstöðva. Spáði hann því eins og Ólafur Thors,
að leigusamningurinn framlengdist sjálfkrafa að óbreyttu heims-
ástandi.35
Samtölin við Bjarna og Hermann leiddu til hughvarfa hjá
Dreyfus, og hvatti hann stjórn sína til að verða við óskum
flokksforingjanna. Engu væri að tapa, því versnandi efnahags-
ástand á íslandi yrði bandaríkjamönnum til framdráttar. Þegar
á árið liði, yrði það enn áhrifaríkara að freista íslendinga með
fiskkaupum.30
Bandaríkjastjórn fylgdi ráðum sendiherrans. Hafði utanríkis-
ráðuneytið reyndar ákveðið að einbeita sér að samningum við
portúgala um herstöðvar á Asoreyjum áður en þráðurinn yrði
tekinn upp við íslendinga. Þá hafði andstreymi síðustu mánaða
sannfært utanríkisráðuneytið um, að herstöðvaáætlunin fyrir
ísland þyrfti endurskoðunar við. Var því verki ólokið í febrúar
1946.