Skírnir - 01.01.1976, Page 153
SKÍRNIR
LÝÐVELDI OG HERSTOÐVAR
151
herstöðvabeiðninnar, og nú var þolinmæði hans þrotin. Hann
fullyrti, að það væri augljóst
að bandaríkjamenn hefðu gjörsamlega tapað herstöðvamálinu .... Neikvæð
afstaða allra íslensku stjórnmálaflokkanna sannaði að svo væri.... kommún-
istar hefðu unnið fylgi með herstöðvaandstöðu sinni. Þeir hefðu tekið for-
ystuna í þessu máli og haldið henni.
Bað Ólafur bandaríkjastjórn að lýsa því yfir, að herstöðva-
beiðnin væri dregin til baka fyrir fullt og allt. Þannig mætti
kippa fótunum undan kosningaáróðri kommúnista og styrkja
málstað þess flokks, sem vinsamlegur væri Bandaríkjunum.
Þessu næst gerði forsætisráðherra þá óvæntu játningu, að hann
hefði „persónulega... verið andvígur því að veita bandaríkja-
mönnum herstöðvaréttindi". Vegna vináttu í garð Bandaríkj-
anna hefði hann leynt andstöðu sinni gegn herstöðvum.40 I'or-
sætisráðherra var byrjaður að undirbúa þátttöku sína í her-
stöðvaumræðu kosningabaráttunnar. Hann sagði að vísu satt
um herstöðvabeiðnina: Ólafur var andvígur leigu herstöðva til
langs tíma og hefði sparað sér ærna erfiðleika með því að segja
það umbúðalaust í byrjun. En að áliti Ólafs hefði slík hrein-
skilni ekki samrýmst þjóðarhagsmunum. Hann hafði umfram
allt ekki viljað styggja bandaríkjamenn að óþörfu. Eftirfarandi
spurning, er Ólafur lagði fyrir Dreyfus í nóvember 1945, ber
glöggan vott um áhyggjur lians: Mun svar þetta [við herstöðva-
beiðninni] „hafa örlagaríkar afleiðingar fyrir land mitt?“41
Mánuði fyrir áðurnefnda játningu, þe. í mars 1946, hafði Ól-
afur hins vegar árétt stuðning sinn við hervernd. Heimurinn
rambaði þá á styrjaldarbarmi vegna íransdeilunnar. Undir slík-
um kringumstæðum hraus Ólafi hugur við því, að ísland stæði
berskjaldað. Hann ítrekaði, að á réttu augnabliki segði hann af
sér, ef Bjarni Benediktsson, eða einhver annar, gæti myndað
nýja meirihlutastjórn og samið um herstöðvar.42
Bandaríkjamenn tóku orðum Ólafs með jafnaðargeði og töldu
þau sjálfsagt bera vott um tímabundinn kosningaskjálfta. Utan-
ríkisráðuneytið neitaði að afturkalla herstöðvabeiðnina, synjaði
um birtingu á gögnurn henni viðkomandi, en féllst á, að gefnar
yrðu út stuttar yfirlýsingar um málið. í uppkasti að yfirlýsingu
bandaríkjastjórnar kom ma. fram túlkun hennar á herverndar-