Skírnir - 01.01.1976, Page 154
152
ÞÓR WHITEHEAD
SKÍRNIR
samningnum, og voru stríðslok talin miðast við gildistöku friðar-
samnings við Þýskaland. Var fullyrt, að enginn ágreiningur
væri uppi um brottflutning hersins. Með þessu orðalagi ætlaði
bandaríkjastjórn augsýnilega að fá þegjandi samþykki íslands
við túlkun sinni á herverndarsamningnum. Þá vildi stjórnin
hnekkja ásökunum Sovétríkjanna og kommúnistablaða um að
Bandaríkin héldu landinu nauðugu í hers höndum. Er Ólafur
Thors leit uppkastið frá Washington brá honum í brún. Benti
hann bandaríkjamönnum á, að ef túlkun þeirra á herverndar-
samningnum yrði gerð opinber í kosningabaráttunni, yrði hann
að vekja máls á brottflutningi hersins. Almenningur væri þegar
kominn í slíkan ham, að ríkisstjórninni væri varla stætt á því
að fallast á áframhaldandi hersetu. Bandaríkjamenn létu sér
segjast. Túlkunin var numin brott úr yfirlýsingunni, en með
þeim fyrirvara, að bandaríkjastjórn héldi fast við „lagalegan
rétt“ sinn. Ólafur lét fyrirvarann liggja í þagnargildi, sem kom
sér vel fyrir bandaríkjamenn.43
8. NÝ TILLAGA BANDARÍKJAMANNA
Bandaríkjastjórn gat ekki lengur dulist, að tilgangslaust var
að krefjast leigusamnings til langs tíma. Áður en vígstaða henn-
ar versnaði enn, yrði að koma herstöðvatillögunni í nýjum bún-
ingi til forsætisráðherra. Tillagan byggðist á þeirri forsendu, að
eftir friðargerð yrði bandaríkjaher það áfram „lífsnauðsyn" að
eiga frjálsan aðgang að íslenskum flugvöllum vegna skuldbind-
inga sinna í Þýskalandi. Bandaríkjastjórn væri því fús til þess
að fella niður herverndarsamninginn, ef ísland gengi að eftir-
farandi „bráðabirgðasamningi": (1) Keflavíkurflugvöllur yrði
afhentur ríkisstjórn íslands til tafarlausrar eignar og umráða.
(2) Bandaríkin rækju flugvöllinn í umboði íslendinga uns af-
létt yrði hernámi Þýskalands og Ítalíu. (3) íslendingum yrði
veitt hluttaka og þjálfun í flugvallarrekstrinum. (4) Islensk yfir-
völd færu með ákvörðunarvald um afnot farþegaflugvéla af
vellinum. (5) íslendingar og bandaríkjamenn hefðu samvinnu
um varnir vallarins og annarra hernaðarmannvirkja. Bandaríkin
sæju fyrir lágmarksvarnarliði, héldu við mannvirkjunum, þjálf-