Skírnir - 01.01.1976, Síða 156
154
ÞOR WHITEHEAD
SKÍRNIR
liefði ekki verið hreyft síðan í desember 1945. Yfirlýsingin hefði
verið samin í samráði við bandaríkjastjórn. Ef bandaríkjamenn
þröngvuðu lionum til að taka við tillögunni, krefðist hann þess
að afhendingin yrði gerð opinber. Hann ætlaði sér ekki að
blekkja þjóðina. Bandaríkjastjórn glúpnaði, enda ljóst, að það
yrði hvorugum í hag að vitnaðist um nýja herstöðvabeiðni. Það
sem meira var, bandaríkjamenn höfðu þegar kynnt Thor Thors
tillöguna. Eins og vænta mátti kom sendiherra henni rétta boð-
leið til forsætisráðherra. Trúði Ólafur nánustu samstarfsmönn-
um sínum fyrir efni hennar, en hélt henni annars stranglega
leyndri.46
Kosningar nálguðust og enn ásótti herstöðvamálið Ólaf, þrátt
íyrir yfirlýsingu hans á alþingi í apríllok.47 í þjóðhátíðarræðu,
17. júní, gerði forsætisráðherra nýja tilraun til þess að kveða
málið niður. Hann vísaði til fyrri ummæla, sem hann kvað „skýr
og tvímælalaus": ,,A friðartímum vilja íslendingar ekki hafa
hernaðarbækistöðvar í landi sínu.“48 Bandaríkjastjórn hafði
neitað að gefa herstöðvabeiðninni ,,dánarvottorð“, svo að Ól-
afur hafði tekið af þeim ómakið. Alþýðuflokkur og Framsóknar-
flokkur höfðu áður svarað frýjunum sósíalista með svipuðum
yfirlýsingum. I útvarpsumræðum sagði forsætisráðherra að full-
víst væri að leifar setuliðsins hyrfu úr landi. Spurningin væri
aðeins hvenær og með hvaða hætti. Nokkru fyrir þjóðhátíð hafði
bandarískum sendiráðsmönnum þó skilist, að Ólafur þvertæki
ekki fyrir samninga á grundvelli nýju tillögunnar. Bandaríkja-
menn voru nú hræddir um, að í hita kosningabaráttunnar krefð-
ist Ólafur brottflutnings hersins. Skömmu fyrir þjóðhátíðaryfir-
lýsinguna sagði Ólafur Valdimar Björnssyni, að sér þætti miður,
að liermenn rækju Keflavíkurflugvöll. Bandaríkjastjórn leist
ekki á blikuna, rauk til og bauð forsætisráðherra að leysa her-
mennina af hólrni með óbreyttum borgurum. Eftir mikið stapp
tókst bandaríkjamönnum loks að afhenda Ólafi þennan boð-
skap, sem þeir vonuðust til að mildaði þjóðhátíðarræðuna og
kæmi af stað könnunarviðræðum. En til lítils var unnið, því
forsætisráðherra harðneitaði sem fyrr að semja um flugvallar-
mál fyrir kosningar.49
Kosningaúrslitin sýndu, að fylgi flokkanna var nánast óbreytt