Skírnir - 01.01.1976, Síða 158
156
ÞÓR WHITEHEAD
SKÍRNIR
9. SAMNINGUR í MÓTUN
Bandaríska utanríkisráðuneytið var ákveðið í því að gefa Ól-
afi ekkert tækifæri til undanbragða. Þann 24. júlí 1946 var Hugh
S. Cumming, deildarstjóri Norður-Evrópudeildar, gerður út af
örkinni til þess að hrinda af stað langþráðum samningum við
ísland. Ekki var Cumming fyrr kominn til Reykjavíkur en nýjar
hindranir voru lagðar í leið bandaríkjamanna. Á aukaþingi var
umræðu að ljúka um inngöngu íslands í Sameinuðu þjóðirnar.
í álitsgerð um sáttmála samtakanna komust fræðimenn að þeirri
niðurstöðu, að innganga fæli ekki í sér neina skyldu til þess að
veita öryggisráðinu herstöðvar á friðartímum. Sú grein sáttmál-
ans (nr. 48), er kvæði á um hernaðarskyldur, kæmi aðeins til fram-
kvæmda, ef heimsfriði væri hætt. Nánari tilhögun á hernaðar-
framlagi aðildarríkjanna væri samningsatriði þeirra og öryggis-
ráðsins. í nefndaráliti utanríkismálanefndar var þessi túlkun
43. greinar árétt og tekið fram, að íslendingar væru „eindregið
andvígir herstöðvum í landi sínu“ og mundu „beita sér gegn
því, að þær verði veittar“. Varð það að samkomulagi milli nefnd-
arinnar og ríkisstjórnar, að forsætisráðherra tilkynnti fullirúum
stórveldanna þennan vilja alþingis. Kosningaheit flokkanna voru
orðin að yfirlýstri stefnu þingsins. Hannibal Valdimarsson, al-
þýðuflokksþingmaður, lagði til að innganga í SÞ yrði beinlínis
bundin því skilyrði, að landið þyrfti hvorki að taka þátt í hern-
aðaraðgerðum né láta í té herstöðvar. Þá fól tillaga hans ríkis-
stjórninni að krefjast þess, að bandaríkjaher hefði sig á brott úr
landinu. í umræðum kom fram, að meirihluti þingmanna var
andvígur því, að ísland setti SÞ skilyrði, enda ljóst að það
spillti fyrir inntökubeiðninni. Framsóknarmenn og sósíalistar
lýstu hins vegar yfir stuðningi við síðari lið tillögunnar, kröf-
una um brottflutning hersins.52 Dreyfus hafði það eftir for-
sætisráðherra, að liann hefði hótað afsögn, ef tillaga Hannibals
næði fram að ganga. Flokksbræður Hannibals hölluðust engu
að síður að því að greiða síðari lið hennar atkvæði. Ef stöðva
ætti framgang málsins, yrði hann að heita þinginu því að hefja
samningaviðræður um brottflutning hersins. Er Dreyfus hafði
árangurslaust reynt að telja Ólaf af þessari fyrirætlun, mæltist