Skírnir - 01.01.1976, Page 159
SKÍRNIR
LÝÐVELDI OG HERSTÖÐVAR
157
hann til þess, að forsætisráðherra héti þinginu einungis samn-
ingaviðræðum um „niðurfellingu herverndarsamningsins ... og
afhendingu Keflavíkurílugvallar". Þetta orðalag gaf meira svig-
rúm til samninga í anda bandarísku stjórnartillögunnar. Olafur
sagðist hafa óskað eftir því, að yfirlýsingin yrði orðuð á þennan
hátt, en var vondaufur um að svo yrði. Hann lofaði þó Dreyfus
að beita frekari fortölum við samherja sína.03 Það skal ósagt
látið, hvort Ólafur efndi þetta loforð. Víst er, að í yfirlýsingu
sinni liét forsætisráðherra því, að ríkisstjórnin rnundi „eins fljótt
og auðið er hefja umræður við stjórn Bandaríkjanna um full-
nægingu og niðurfellingu herverndarsamningsins og tilkynna
Alþingi árangur þeirra viðræðna, er það kemur aftur saman“.
Sá hluti af tillögu Hannibals, er fjallaði um brottflutning hers-
ins, var felldur með 26 atkvæðum gegn 22. Við Ólafi Thors
blasti álíka þraut og haustið 1945. Hann stefndi enn að lausn,
er væri þóknanleg bæði sósíalistum og bandaríkjamönnum, en
var nú bundinn í báða skó af yfirlýsingum sínum og alþingis.
Er aukaþingið hafði samþykkt inngönguna í SÞ, lióf Ólafur
Thors leynilegar viðræður við Cumming og Dreyfus. A fyrsta
stigi viðræðnanna, er hófust 27. júlí 1946, tóku Bjarni Benedikts-
son og Pétur Magnússon þátt í þeim. í framhaldi af tillögu sinni
um varnarsamstarf báru bandaríkjamenn upp eftirfarandi óskir:
(1) Hernaðaraðstöðu á Keflavíkurflugvelli. (2) Réttindi til þess
að viðhalda flotabækistöð í Hvalfirði, er starfrækt yrði og stækk-
uð einkum í ófriði. (3) Leguréttindi fyrir bandarísk herskip í ís-
lenskri landhelgi. (4) Réttindi til flughafnar í Fossvogi með
svipuðum skilmálum og fyrir Hvalfjarðarstöðina. Bandarísku
samningamennirnir miðuðu framar öllu að því marki að tryggja
áframhaldandi liernaðaraðstöðu í Keflavík. Hétu þeir íslend-
ingum í staðinn fyllstu samvinnu við stækkun, endurbætur og
rekstur alþjóðlegs flugvallar í Keflavík. Bandaríkjastjórn bæri
kostnaðinn. Einnig höfðu samningamennirnir góð orð um lagn-
ingu nýs Keflavíkurvegar. Keflavíkurstöðin yrði fyrst og fremst
starfrækt sem farþegaflugvöllur, þar sem bandarískum herflug-
vélum og tæknimönnum yrði veitt aðstaða og réttindi til þess
að hafa tiltæk kjarnorkuvopn [„certain nuclear military rights“].
Með tilliti til „nýrra langdrægra árásarvopna“ lögðu bandaríkja-