Skírnir - 01.01.1976, Síða 161
SKÍRNIR
LÝBVELDI OG HERSTÖÐVAR
159
samninginn úr gildi fallinn. Hann væri sannfærður um, að
bandaríkjastjórn mundi ekki virða íslenskan þjóðarvilja að
vettugi. Bandaríkin hefðu allt að vinna með því að bjóðast til
þess að fyrra bragði að fella niður samninginn. Síðan ættu
Bandaríkin að senda íslendingum tilboð um að stækka og end-
urbæta Keflavíkurflugvöll gegn lendingarréttindum fyrir lier-
flugvélar. Samningur á þessum grunni ætti að gilda til óákveðins
tíma, en vera uppsegjanlegur með stuttum fyrirvara. Ólafur við-
urkenndi, að tillagan næði skammt með hliðsjón af frambúðar
hernaðarhagsmunum Bandaríkjanna. Herseta yrði ekki leyfð,
og uppsagnarákvæðið virtist þess eðlis, að staða bandaríkja-
manna í Keflavík yrði ótrygg. Forsætisráðherra vogaði sér samt
sem áður að skírskota til bandarískra liagsmuna:
... e£ við [bandaríkjamenn] fengjum fótfestu [á íslandi] samkvæmt áætlun
hans, gætum við smám saman aukið grundvallarréttindi okkar ... rétturinn
til uppsagnar, að undangengnum fresti, nægði til þess að þjóðernissinnaðir
íslendingar gexðu sig ánægða ... litlar líkur væru á því, að þeir [íslendingar]
færðu sér réttinn í nyt.58*
U tanríkisráðuneytið í Washington hafði þegar handbært upp-
kast að nýrri tillögu, sem sniðin var að liugmyndum Ólafs. Þar
sem ljóst var, að forsætisráðherra gengi ekki lengra til samkomu-
lags, var ákveðið að færa uppkastið í fastmótaðra form. Var
Cumming kallaður heim til ráðuneytis. I Reykjavíkhafði útkoma
Cummings lileypt nýju lífi í áróður sósíalista gegn hersetu. I
stjórnarflokkunum ríkti spenna og óvissa um úrslit herstöðva-
málsins. MorgunblaÖið reyndi að lægja öldurnar og fullyrti, að
forsætisráðherra stæði við yfirlýsinguna um að koma hernum úr
landi. í Washington var óttast, að Ólafur væri í þann veginn að
grípa til örþrifaráða. Var Dreyfus óspart hvattur til þess að halda
aftur af forsætisráðherra „í nokkra daga til viðbótar".59
Skömmu síðar sneri Cumming aftur til Islands, og 27. ágúst
* Það er söguleg kaldhæðni, að fjórum mánuðum síðar var Ólafur, amk.
um eitt skeið, reiðubúinn til þess að lýsa því yfir að Keflavíkursamningi yrði
sagt upp eins fljótt og uppsagnarákvæði hans leyfðu. Þá voru breyttir tímar.
Nýsköpunarstjórnin var í dauðateygjunum, og Ólafur vildi mikið til vinna
að lífga hana við.