Skírnir - 01.01.1976, Page 162
160
ÞOR whitehead
SKÍRNIR
afhenti hann forsætisráðherra nýjustu tillögu bandaríkjastjórn-
ar. Tillaga þessi, undirstaða Keflavíkursamningsins, byggðist að
mestu á bandarísku samningsdrögunum frá apríl 1946 (sjá bls.
152-53), að undanskildum ákvæðum um varnarsamstarf. Herinn
skyldi hverfa úr landi innan 9 mánaða. Flugvélum í förum fyrir
bandaríkjastjórn vegna hernáms Þýskalands var áskilinn afnota-
réttur af Keflavíkurflugvelli. Skyldi bandaríkjastjórn heimilt að
reka flugvöllinn með því starfsliði (óbreyttum borgurum) og
búnaði, sem reksturinn krefðist. Sú uppástunga Ólafs Thors að
tengja ekki flugvallarsamninginn við niðurfellingu herverndar-
samningsins, var að engu höfð.60
Cumming duldist ekki, að forsætisráðherra fagnaði banda-
rísku tillögunni. Sagðist Ólafur hafa tilkynnt sósíalistum, að
hann mundi styðja „sanngjarna" málamiðlunarlausn banda-
ríkjamanna, þótt það kostaði stjórnarslit. Var nú tekið til ó-
spilltra málanna við samninga á grundvelli bandarísku tillög-
unnar. Bættist Gunnar Thoroddsen í hóp íslensku samninga-
mannanna svo og eftirtaldir leiðtogar Alþýðuflokksins: Stefán
Jóh. Stefánsson, Haraldur Guðmundsson, Emil Jónsson og Finn-
ur Jónsson. í upphafi viðræðnanna, er fram fóru 4,—14. sept-
ember, kom í ljós, að samstarfsflokkarnir tveir gátu í flestum
meginatriðum unað við bandaríska uppkastið. Islendingar lögðu
þó til þrjár veigamiklar breytingar: (1) íslendingar tækju í sem
allra ríkustum mæli við starfrækslu vallarins eftir því sem þjálf-
að starfslið yrði fyrir hendi. (2) Settar yrðu reglur um hámarks-
fjölda bandarískra flugvallarstarfsmanna. (3) Fyrirhugaður
samningur skyldi uppsegjanlegur eftir 6i/2 ár. Bandaríkja-
menn féllust fúslega á fyrstu breytingartillöguna svo og margar
orðalagsbreytingar og viðbótarliði, er kváðu nánar á um yfirráð
íslendinga yfir flugvellinum. Ekki féllust bandaríkjamenn á
ákveðnar reglur um hámarksfjölda starfsmanna. Þó unnu þeir
það til samkomulags að tilkynna forsætisráðlierra bréflega, að
áætlað starfslið yrði um 600 manns. Bandaríkjamenn héldu fast
við þann ásetning sinn, að samningurinn gilti meðan Banda-
ríkin hefðu eftirlitsskyldum að gegna í Þýskalandi. Skýring á
þessari afstöðu er nærtæk: Bandaríkjastjórn áformaði að í kjöl-
far friðargerðar fylgdi 40 ára eftirlit bandamanna með efndum