Skírnir - 01.01.1976, Page 163
SKÍRNIR
LÝÐVELDI OG HERSTÖÐVAR
161
þjóðverja. íslendingar töldu, að óákveðin tímamörk bandaríska
samningsuppkastsins gerðu það með öllu óaðgengilegt fyrir þing
og þjóð. Náðist loks sú málamiðlun að tengja gildistímann við
hernámsskyldur bandaríkjamanna í Þýskalandi, með því fororði
að hægt væri að fella samninginn úr gildi eftir 6i/2 ár.61 Helsta
hindrunin fyrir samkomulagi var þar með úr sögunni. Banda-
ríkjastjórn hafði lært, að í samskiptum við íslendinga fékkst
engu um þokað með offorsi. Hugh S. Cumming harmaði sáran
fyrri mistök:
Saga síðustu 9 mánaða hetði getað orðið á aðra leið, ef beiðni okkar 1.
október hefði verið lögð fram, að undangengnum tæmandi óformlegum
viðræðum í líkingu við þær, sem nú standa yfir.62
Samningarnir við bandaríkjamenn höfðu ekki dregið úr áhuga
Ólafs Thors á nýju nýsköpunarráðuneyti og voru stjórnarmynd-
unarviðræður á lokastigi. Sú ákvörðun Ólafs, að leyna sósíalista
að mestu gangi samninganna, þjónaði þeim tilgangi að telja
„kommúnista á að sitja hjá [við flugvallarsamninginn] fremur en
að greiða atkvæði gegn meirihlutanum og hætta þar með ráð-
herrastólum sínum“. Þá falaðist Ólafur eftir bandarískum liót-
unum „um að beita [ísland] þvingunum“. Hafði forsætisráð-
herra einkum í huga skriflega staðfestingu á því, að bandaríkja-
stjórn mundi telja það fjandskaparvott, að ísland lýsti hervernd-
arsamninginn úr gildi. Þennan boðskap ætlaði Ólafur síðan að
láta spyrjast út „til andstæðinga [flugvallarsamningsins], einkum
þó til kommúnista". Þótt bandarísku samningamennirnir væru
ýtnir mjög, tregðuðust þeir við að skjalfesta dulbúnar hótanir,
sem þeir höfðu í frammi. Loks féllust þeir á að afhenda for-
sætisráðherra greinargerð um afstöðu Bandaríkjanna til upp-
sagnar herverndarsamningsins. 1 viðræðum við sósíalista stað-
hæfði Ólafur, að bandaríkjamenn hótuðu að virða uppsögn
íslands að vettugi, og hann væri því neyddur til að ganga að
Keflavíkursamningnum.63 Með því að leggja málið þannig fyrir
vonaðist Ólafur til þess að hljóta aflausn Sósíalistaflokksins
fyrir samningsgerðinni og lengja lífdaga nýsköpunarstjórnar-
innar. Sá hængur reyndist á þessari málsmeðferð, að sósíalistar
neituðu að ætla bandaríkjamönnum þá ósvinnu að sitja áfram
á íslandi í trássi við yfirlýstan þjóðarvilja.64 1 rauninni efaðist
11