Skírnir - 01.01.1976, Page 164
162
ÞÓR WHITEHEAD
SKÍRNIR
Ólafur heldur aldrei um, að uppsögn yrði virt eins og hann hafði
sagt bandaríkjamönnum. Hann taldi Keflavíkursamninginn hag-
stæðan þjóðinni og enga nauðung. Þetta sannaðist áþreifanlega,
er alþingi var að afgreiða samningsuppkastið. Þá var því fleygt
í bandarískum blöðum, að herinn hyrfi úr landi, hvernig sem
atkvæði féllu. Blaðaskrif þessi ollu Ólafi þungum áhyggjum.
Hann hét á bandaríkjastjórn að tryggja samningnum brautar-
gengi með því að lýsa því yfir, að hún héldi fast við lagalegan
rétt sinn til hersetu. Utanríkisráðuneytið í Washington róaði
Ólaf og upplýsti, að fréttamenn hefðu farið með fleipur. Af-
staðan til herverndarsamningsins væri óbreytt.63
Frá því að samningaviðræður hófust, hafði löngun forsætis-
ráðherra til samstarfs við sósíalista lagst illa í bandaríkjamenn.
Töldu þeir vafasamt, að treysta mætti staðfestu Ólafs, ef valið
snerist um áframhaldandi nýsköpun eða flugvallarsamning.
Hugh S. Cumming símaði til Washington:
... við verðura að neyta allra bragða og knýja forsætisráðherra til þess að
krefjast tafarlausrar ákvörðunar með eða á móti samningsuppkastinu... á
þann hátt, að hann leggi að veði pólitíska stöðu sína og þar með framtíð
stjórnarsamstarfsins... Ekki má gefa honum tóm til að koma ábyrgðinni
yfir á einhverja stofnun eins og alþingi. Þá yrði málið ofurselt öllum duttl-
ungum íslenskra stjórnmála.66
Undir lok samningaviðræðnanna höfðu Ólafur og samherjar
hans áunnið sér traust Cummings, sem taldi öllu óhætt um af-
greiðslu málsins. Að samningum loknum var ætlunin að birta
uppkastið og kalla alþingi umsvifalaust til fundar. Ekki þurfti
að kvíða því að málið yrði aftur látið reka á reiðanum banda-
ríkjamönnum til tjóns.
10. LOKARIMMA OG STJÓRNARMYNDUN
Keflavíkursamningurinn var lagður fyrir aukaþingið 20. sept-
ember 1946. Sósíalistar brugðust hart við og hótuðu stjórnarslit-
um, ef uppkastið næði fram að ganga. Framsóknarmenn óskuðu
eftir samningi til styttri tíma og kröfðust þess, að íslendingar
tækju að sér rekstur flugvallarins með tilstyrk bandaríkjamanna.
Á þriðja degi umræðnanna voru taldar horfur á því, að upp-