Skírnir - 01.01.1976, Page 165
SICÍRNIR
LÝÐVELDI OG HERSTÖÐVAR
163
kastið yrði samþykkt með atkvæðum 28 þingmanna. í slíku stór-
máli var 4 atkvæða meirihluti í það knappasta, einkum þar sem
samningsuppkastið hafði valdið fádæma ólgu með þjóðinni.
Þótt Ólafur Thors hefði löngum vænst stuðnings framsóknar-
manna, hafði hann ekki boðið þeim þátttöku í samningaviðræð-
unum. Daður við stjórnarandstöðuna samrýmdist ekki viðleitni
forsætisráðherra við að halda óbreyttu stjórnarsamstarfi. Hafði
Ólafur ráðlagt bandaríkjamönnum að leita milliliðalaust eftir
stuðningi framsóknarmanna. Fortölur hans væru til einskis, því
framsóknarforystan snerist öndverð gegn öllum málum, er hann
ætti frumkvæði að. Bandaríkjamenn létu til leiðast, en voru
vel meðvitandi um þær „fúlu hættur", er fólgnar voru í atkvæða-
veiðum á erlendri grund. Þeir upplýstu Hermann Jónasson og
Eystein Jónsson um gang samningaviðræðnanna og skoruðu á
framsóknarmenn að forðast þröng flokkssjónarmið í þessu ör-
lagamáli. Enda þótt Hermann segðist vinur engilsaxa og óvinur
kommúnista, töldu bandaríkjamenn sig fljótt verða þess áskynja,
að flokkspólitískir hagsmunir stæðu honum næst hjarta. Svaraði
Hermann áskorun bandarikjamanna á þá leið, að ef nýsköpunar-
stjórnin mælti einhuga með samningsuppkastinu, stæði ekki á
stuðningi hans. Hann játaði þó í öðru orðinu, að ríkisstjórnin
gæti ekki orðið sammála.07 Alþingisumræðurnar höfðu sannað,
að tilgáta Hermanns var á rökum reist, og aðeins tveir framsókn-
arþingmenn voru taldir styðja samninginn. Þar sem vonir um
hlutleysi sósíalista voru brostnar og þingmeirihlutinn naumur,
varð forsætisráðherra það kappsmál að vinna fylgi stjórnarand-
stöðunnar. Bað Ólafur bandaríkjamenn að sýna sjónarmiðum
framsóknarmanna tilhliðrunarsemi, þótt í engu yrði hvikað frá
meginatriðum uppkastsins. Dreyfus reifaði stöðuna í skeyti til
Washington:
Ofstopi kommúnista og milliganga valdamikilla bandaríkjavina [undir for-
ystu Vilhjálms Þórsj hafa loks hnappað svo saman sjálfstæðis- og framsóknar-
og alþýðuflokksmönnum ... að þeir sitja á rökstólum, en láta kommúnista
afskipta. Markmiðið er að koma sér niður á einhverjar breytingatillögur,
sem gert gætu framsóknarmönnum kleift að fylkja kinnroðalaust liði með
öðrum andstæðingum kommúnista og tryggja þannig endurbættu uppkasti
atkvæði allt að 39 þingmanna ....