Skírnir - 01.01.1976, Page 166
164
ÞÓR WHITEHEAD
SKÍRNIR
Bandaríkjamenn sögðu Ólafi, að þeir hefðu þegar slegið svo
af kröfum sínum, að lengra yrði varla gengið. Þeir urðu þó við
óskum hans og samþykktu nokkrar minniháttar breytingar á
uppkastinu. Svæsin andstaða sósíalista hafði sem forðum fært
þeim heim sanninn um, að framgangur markmiða þeirra var
samtvinnaður hruni nýsköpunarstjórnarinnar. Jarðvegur hafði
skapast fyrir nýrri stjórnarmyndun og Vilhjálmur Þór lagðist
aftur á plóginn, þar sem frá var horfið haustið 1945. Með tillits-
semi við pólitískan heiður framsóknarmanna vildu bandaríkja-
menn gera Keflavíkursamning að kveikjunni að stjórnarmyndun
lýðræðisflokkanna. Vissa var fyrir því, að þótt ekki yrði fallist
á breytingar, yrði samningsuppkastið marið í gegnum þingið.
En eins og Dreyfus benti yfirboðurum sínum á, gat vottur af
sveigjanleika áorkað því „sem var Bandaríkjunum og íslandi
stórum þýðingarmeira ... .“6S
I 5 klukkustundir samfleytt þjörmuðu Cumming og Dreyfus
að Hermanni Jónassyni. Notuðu þeir „allar hugsanlegar rök-
semdir og fagurgala" til þess að telja hann á að styðja uppkastið
með áðurnefndum breytingum. Hermann lét ekki segjast, og
bandaríkjamenn vöruðu hann strengilega við að gera Framsókn-
arflokkinn að taglhnýtingi kommúnista. Var Hermann sagður
hafa heitið því „að undir engum kringumstæðum skyldi hann
eða flokkur hans starfa með kommúnistum“. Þetta heit hafði
stórpólitíska þýðingu, því andstaðan gegn samningnum opnaði
Hermanni möguleika til stjórnarmyndunar með stuðningi sós-
íalista. Barátta bandaríkjamanna fyrir samningsuppkastinu og
stjórnarmyndun lýðræðisflokkanna rann orðið saman í einn
farveg. Eftir þrefið við Hermann töldu bandaríkjamenn sig
vita, hvað honum gekk til:
Þótt hann [Hermann] virðist harma þá taflstöðu innanlandsmálanna, sem
hann telur að ráði núverandi afstöðu sinni, er hatur hans á Ólafi Thors
þvílíkt, að honum eru aðrar leiðir lokaðar. Sem bandarikjavinur, og það
er Hermann raunverulega, ráðleggur hann okkur að knýja samningsupp-
kastið í gegn eins fljótt og auðið er. Hann telur allar horfur á því, að al-
þingi samþykki uppkastið.69
Þingmeirihlutinn stóð enn í járnum, en bandaríkjamönnum
var ekki rótt. Að áeggjan þeirra skárust bretar í leikinn og hvöttu