Skírnir - 01.01.1976, Page 167
SKÍRNIR
LÝÐVELDI OG HERSTOÐVAR
165
íslendinga til þess að hafna ekki samningsuppkastinu. Var boð-
skapur þessi birtur almenningi. Gerald Shepherd, sendiherra
breta, tók að sér að reyna frekari fortölur við Hermann Jónas-
son. Taldi Shepherd, að kominn væri tími til að framsóknar-
menn sýndu í verki margyfirlýsta vináttu við engilsaxa.70 Er 5
dagar voru til atkvæðagreiðslu á alþingi, kom Hermann skyndi-
lega að máli við Dreyfus og Cumming. Trúði hann þeim fyrir
því, að nokkrir þingmenn framsóknar, undir forystu Eysteins
Jónssonar, mundu styðja samningsuppkastið við lokaafgreiðslu
málsins. Keflavíkursamningurinn ætti því að ná fram að ganga
með tilstyrk 30—35 þingmanna. Framsóknarflokkurinn hafði
bersýnilega fundið ráð, er tryggði taflstöðu hans til liægri og
vinstri. Dreyfus hafði það fyrir satt, að við fortölur Shepherds
hefði fjölgað í liði Eysteins.71
Frá því að þing kom saman, höfðu sósíalistar gengist fyrir
áköfum mótmælum gegn samningsuppkastinu. Töldu þeir, að
samningurinn gerði bandaríkjamönnum það ma. kleift að halda
uppi dulbúinni herstöð í Keflavík. Væri þetta liður í samsæri
bandaríkjaauðvaldsins til að hleypa af stað atómstyrjöld gegn
sovétþjóðunum. Fullveldi og sjálfstæði íslands væri stefnt í bráð-
an voða.72 í hita baráttunnar var aðsúgur gerður að Ólafi Thors
og fleiri leiðtogum sjálfstæðismanna. Þessi atburður kynti undir
óttanum um vanmátt ríkisvaldsins til þess að bæla niður innan-
landsóeirðir eða valdaránstilraun. Síðan byldngarhugmyndir
bolsévika skutu rótum á íslandi, hafði slíkur ótti löngum loðað
við ráðamenn þjóðarinnar. Hann kom skýrt upp á yfirborðið
í máli Ólafs Friðrikssonar 1921 og „nóvemberslagnum" 1932,
og endurspeglaðist í umræðum um ríkislögreglu á þriðja og
fjórða áratugnum. Hann ágerðist við moldvörpustarfsemi þýskra
nasista og var hvatinn að endurskipulagningu lögreglunnar í
Reykjavík og nýskipan lögreglumála 1939. Eftir aðsúginn við
sjálfstæðishúsið taldi forsætisráðherra að ofstæki samningsand-
stæðinga hefði komist á það stig, að lífi sínu og samherja sinna
væri ógnað. Hann skýrði bandaríkjamönnum svo frá, að bak við
óeirðirnar stæðu „leynileg samtök manna [kommúnista] er hlotið
hefðu herþjálfun".