Skírnir - 01.01.1976, Page 170
168
ÞÓR WHITEHEAD
SKÍRNIR
öllu landi okkar... [íslendingum] er það ljóst að ekki er unnt að lifa hér á
landi einangruðu og afskiptalausu lífi við umheiminn. Þvert á móti á Island
frelsi sitt, öryggi og nauðsynleg viðskipti undir því að geta haft góða sam-
vinnu við aðrar þjóðir, og að þær vilji meta og skilja frelsisþrá okkar og
nauðsyn þess að geta selt vörur okkar á erlendum markaði, keypt þar lífs-
nauðsynjar og notið menningar verðmæta.Ki
Samtengdir öryggis- og viðskiptahagsmunir Islands réðu af-
stöðu lýðræðisflokkanna. í umræðum um samninginn var þess-
um grundvallaratriðum þó lítt eða ekki haldið á lofti (sjá ofan-
greinda undantekningu). Til þess að eyðileggja ekki samstarfs-
möguleikana við sósíalista gerði Ólafur Thors niðurfellingu
herverndarsamningsins og brottför hersins að þungamiðju í mál-
flutningi sínum. Leiðtogar lýðræðisflokkanna voru einnig ugg-
andi um, að almenningur skildi ekki nauðsyn öryggistengsla við
Bandaríkin. Taflstaðan í stjórnmálum innanlands og óttinn
við almenningsálitið gengu sem rauður þráður í gegnum afstöðu
flokksforingjanna til utanríkis- og öryggismála. En þótt forsætis-
ráðherra opinberaði ekki markmið sín, vann hann að framgangi
þeirra í kyrrþey. Er Ólafur gi'eindi Dreyfus frá fyrstu umræðum
ríkisstjórnarinnar um samningsgerðina, lá utanríkisverslunin
honum þyngst á lijarta. Hann lagði liöfuðáherslu á þau rök
sósíalista, að samningurinn væri ögrun við Sovétríkin, sem forð-
að hefðu íslandi frá efnahagskreppu með fiskkaupum. Var haft
eftir Ólafi, að sovétmenn hefðu boðist til þess að kaupa „70 pró-
sent af fiskútflutningnum fyrir árið 1948 [sic]“. Það lá í orðum
forsætisráðherra, að viðskiptunum væri stefnt í hættu vegna
eftirlátssemi íslands við bandaríska hagsmuni. Orð Ólafs höfðu
greinilega tilætluð álirif á Dreyfus. Hann leiddi yfirboðurum
sínum það fyrir sjónir, að íslendingar yrðu að treysta útflutn-
ingsmarkað sinn, ef landið ætti „að standa af sér óumflýjanlega
efnahagskreppu“.77 Þetta var einmitt sá boðskapur, er forgöngu-
menn Keflavíkursamnings hömruðu á við bandaríkjamenn á
komandi mánuðum og árum. Vonir þeirra um efnahagslegar
ívilnanir rættust með Marshall-aðstoðinni 1948.
Það öryggissjónarmið, sem lá að baki samningsgerðinni af
íslendinga hálfu, skýrðist árið 1948. Er valdaránið í Tékkó-
slóvakíu og umferðarbannið til Berlínar vöktu upp vofu bylt-