Skírnir - 01.01.1976, Side 171
SKÍRNIR
LÝBVELDI OG HERSTÖÐVAR
169
ingar og stríðs, átti Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra eftir-
farandi samtal við bandaríska sendiherrann í Reykjavík:
[líjarni:] samningurinn gerir ekki ráð fyrir afnotum [af Keflavíkurflugvelli]
sem herstöð í stríði og yrði að semja um þau sérstaklega .... Ég [sendiherr-
ann] taldi, að ef stríð brytist út, gæfist sennilega enginn tími til samninga,
enda gæti orðið kapphlaup um það, hvor [stríðsaðiljanna] yrði fyrri til
flugvallarins.... hann [Bjarni] áleit, að á neyðarstundu teldu Bandaríkin
sér hag i því að hafa til staðar í Keflavík nægan flugvélakost og jafnvel her-
menn í því augnamiði að uppfylla eftirlitsskyldur sínar í Þýskalandi (4.
grein samningsins). Hann bætti því einnig við, að hann tryði því ekki, að
Bandaríkin liðu þá ríkisstjóm, er brytist til valda á Islandi með ofbeldi og
ógnaði flugvellinum. .. .18
Lýðræðisflokkarnir væntu þess, að undir yfirskini flugvallar-
rekstursins gætu Bandaríkin framlengt herverndina í raun.
Með Keflavíkursamningnum var stigið skref til lausnar þeim
viðfangsefnum í öryggis- og viðskiptamálum, sem blöstu við
íslandi í stríðslok. Samningurinn átti að treysta þau nánu bönd,
sem myndast höfðu við vesturveldin á ófriðarárunum. Hann
átti að vera íslandi lágmarkstrygging gegn markaðshruni og
kreppu — skjól til þess að laga utanríkisverslunina að nýjum
kringumstæðum í stríðshrjáðum heimi. Hann átti að veita vörn
gegn þeim hættum, er ráðamenn töldu lýðveldinu stafa af Rúss-
landi Stalíns og alþjóðlegum kommúnisma í gervi Sósíalista-
flokksins. Keflavíkursamningurinn gekk skemmra en þær hug-
myndir um lausn öryggismála, sem ríkjandi voru meðal leiðtoga
lýðræðisflokkanna haustið 1945. Bandaríkjamenn gáfu flokk-
unum hvorki ráðrúm né tíma til þess að semja um gagngerari
lausn. Að því leyti var samningurinn afsprengi bandarískrar
óbilgirni. En x sögulegu tilliti varðaði hann veginn frá hlutleysi
til varnarbandalags við þau ríki, sem ísland hafði deilt með ör-
lögum í stríði.
1 Ummæli höfð eftir Hugh S. Cumming, Jr„ Thor Thors, dagbók, 25.
okt. 1945.
2 James F. Byrnes, utanríkisráðherra til Dreyfus, 19. sept. 1945, 859A.20/
9-1945, Department of State Records (DSR), Washington D.C. (859A.20
táknar ákveðinn skjalaflokk, en talan sem fer á eftir skástrikinu, 9-1945,
aðgreinir viðkomandi skjal. í upptalningu skjala verður þeirri reglu