Skírnir - 01.01.1976, Síða 176
174
HELGA KRESS
SKÍRNIK
í öðru lagi gegna bókmenntir hlutverki í vitundarmótun, og
þá ekki síst hjá slíkri lestrarþjóð sem íslendingum. Heimur
bókmennta, einkum skáldsagna, er þéttur. Vandamál, árekstrar
og andstæður birtast í stækkaðri mynd, skýrari en í lífinu
sjálfu sem oft einkennist af sundurleysi og skorti á yfirsýn. Bók-
menntir geta því hjálpað lesendum til að átta sig á sjálfum sér
og umliverfi sínu og til að sjá lífið í samhengi. Það er því mikil-
vægt að vitund um raunverulega stöðu kvenna, bæði misrétti
og kúgun, sé að finna í formgerð (strúktúr) hvers verks þar sem
konur yfirleitt koma við sögu, — án þess þó að hér sé verið að
gera nokkra kröfu um boðskap eða lausnir á vandamálum.
Af þessu má vera ljóst, að kvenrýni í bókmenntum er ná-
tengd áhuga á kvennabaráttunni. Hún er liður í þessari bar-
áttu, samtímis því sem hún nærist á henni. Þessari grein bók-
menntafræði hefur einnig fleygt fram samhliða framvindu
kvennahreyfingarinnar, bæði hvað snertir aðferðafræði og út-
breiðslu, og er nú viðurkennd kennslu- og fræðigrein við flestar
bókmenntastofnanir háskóla á Norðurlöndum og í Bandaríkj-
unum.
í almennum umræðum um stöðu og hlutverk kvenna í bók-
menntum gætir stundum tilhneigingar til að blanda saman
kvenlýsingum i bókmenntum og bókmenntum eftir konur. Oft
er talað um þetta tvennt sem sama fyrirbrigðið, þótt augljóst
megi vera að kvenrithöfundar eigi ekki meira skylt við kven-
lýsingar en konur yfirleitt, nema vera skyldi kvenlýsingar sinna
eigin bóka.
Annað sem virðist óljóst í þessu sambandi er merking orðsins
kvennabókmenntir. Er þar ýmist átt við bókmenntir eftir konur,
bókmenntir um konur, bókmenntir eftir konur og um konur,
eða jafnvel bókmenntir fyrir konur.
í rauninni er hér um fimm málefni að ræða, sem ég tel, —
bæði af röklegum og aðferðafræðilegum ástæðum, nauðsynlegt
að halda aðgreindum, þótt þau vitaskuld skarist.
1. Kvenlýsingar i bókmenntum. Hér á ég fyrst og fremst við
rannsóknir á verkum eftir karlmenn sem ekki fjalla um líf
kvenna sérstaklega. Einnig yfirlitsrannsóknir, t.a.m. á sérstöku
tímabili bókmenntasögunnar, á ákveðinni bókmenntategund