Skírnir - 01.01.1976, Page 178
176
HELGA KRESS
SKÍRNIR
fjórar bækur sem ég lief valið fjalla allar hver á sinn hátt um
konur og eru sagðar út frá þeirra sjónarhóli. Bækurnar eru
Holdið er torvelt að temja eftir Snjólaugu Bragadóttur, Eftir-
þankar Jóhönnu eftir Véstein Lúðvíksson, Útrás eftir Jóhönnu
Þráinsdóttur og Feilnóta i fimmtu sinfóníunni eftir Jökul Jak-
obsson, — allar frá árinu 1975.
Það sem ég hef einkum viljað leggja áherslu á er afstaða þess-
ara skáldsagna til livenhlutverksins. Með kvenhlutverki á ég
þá við hið venjubundna hlutverk konunnar sem ástkonu, eigin-
konu og móður.2 Ennfremur lief ég viljað athuga hvaða kven-
mynd og kvenvitund þessar sögur miðla, og að hve miklu leyti
þær setja kvenlýsingar sínar í tengslviðþjóðfélagslegan veruleika.
2
Holdið er torvelt að temja fjallar um listakonuna Rögnu, og er
sögð í þriðju persónu, að mestu út frá sjónarhóli hennar. Sögu-
fléttan er dæmigerð fyrir ástarsögur skemmtibókmenntanna.3
Elskendurnir ná saman í lokin eftir að hafa sigrast á fyrirstöð-
unni sem gjarnan er önnur kona, keppinautur söguhetjunnar
um hylli mannsins. Vandamálin ná ekki út fyrir persónulegt
plan, söguhetjan sigrar vegna góðra eiginleika sinna og tak-
markið er lijónaband, þar sem sagan endar með fullvissu um
að nú sé öllum erfiðleikum lokið og elskendurnir muni lifa
liamingjusömu lífi alla sína daga.
Hugmyndafræðin á bak við slíka sögufléttu er ástin eina og
sanna. Það er aðeins til einn maður og ein kona sem eru ætluð
hvort öðru og ekkert fær stíað sundur. Þetta er boðað strax í
upphafi Holdsins, fyrir hina örlagaríku endurfundi Rögnu og
Þráins: „Á sínum tíma hafði hún verið sannfærð um, að liann
hefði verið skapaður eingöngu handa henni'* (7). í rás sögunnar
reynast þetta einnig vera orð að sönnu, og er í sífellu undirstrik-
að með því að Þráinsnafnið tilheyrir bara Rögnu, aðrir þ. á m.
unnustan Hildur kalla hann bara Jón.
Ástin ræður yfir lífi og vitund Rögnu. I fjögur ár hefur hún
ekki liugsað um annað en Þráin. Fyrir ofan vinnuborð sitt hef-
ur hún málverk af húsi hans í París, og endurminningin um
hann truflar liana við vinnu: „Hún sat með hönd undir kinn