Skírnir - 01.01.1976, Page 179
SKÍRNIR
BÓKMENNTIR OG KVENFRELSI
177
og horfði á málverkið fyrir framan sig“ (26), og hún teiknar
Þráin þegar hún á að vera að teikna eitthvað annað: „Henni
varð litið á blaðið.. . Undirmeðvitundin komin á kreik rétt
einu sinni. Þarna var að birtast gamalkunnugt mannsandlit.
Hversu mörg hundruð sinnum skyldi liún hafa teiknað þetta
andlit?" (6). Ástin á Þráni birtist einnig í taumlausri hvítvíns-
drykkju Rögnu og reyndar annarra persóna bókarinnar. Síð-
asta morgun þeirra Þráins og Rögnu í París höfðu þau nefni-
lega skálað í hvítvíni. „Síðan hafði hún elskað hvítvín" (7). „Og
kökurnar, sem voru sjálfsagður hlutur á þessu heimili, áttu sér
sína sögu. í huga Rögnu liétu þær Parísarkökur, en það vissi
enginn nema hún.. . svolítið harðar undir tönn, en bráðnuðu
uppi í manni, ef hvítvín var með. Að minnsta kosti hafði það
verið þannig í París í gamla daga, þegar þau Þráinn gengu um
með fulla vasa af þeim...“ (9). Og á þessum „minningum frá
París“ japlar hún á kvöldin „þegar hún var háttuð með góða
bók“ (9). Hún liugsar sem sagt um Þráin þegar hún vinnur,
borðar og les, og hún hugsar ekki bara um hann vakin, heldur
einnig sofin: „.. . alls staðar inn á rnilli sá hún andlit Þráins,
brosandi skakka brosinu, sem hún hafði elskað í fjögur ár og
hún grét í svefninum" (59).
Þegar ástin fær ekki útrás í hlutverki ástkonu hvað þá eigin-
konu, grípur Ragna til sinna ráða og ákveður að eignast barn.
Ástin fær uppbót í þriðja hlutverki konunnar, móðurhlutverk-
inu. Að barnið á að koma í stað Þráins, kemur greinilega fram
í því að hún hreinlega gleymir þessu áformi sínu þegar hann
er farinn að endurgjalda ást hennar og hún tekin að leika hlut-
verk ástkonu. Þá kemur það henni á óvart „að eitthvað var
ekki eins og það átti að vera“ (128).
Það er athyglisvert að starf Rögnu við listina er gert að al-
gjöru aukaatriði í lífi hennar. Lífsfyllingarinnar er að leita í
kvenhlutverkinu, ekki vinnunni. Að vísu er starfið ekki að öllu
ókvenlegt, þar sem það eru einmitt barnabækur sem hún teiknar í.
Dæmigerð fyrir afstöðu bókarinnar til starfsins annars vegar
og ástarinnar hins vegar er frásögnin af ferð Rögnu til Parísar
til að skoða söfn: „Minna hafði að vísu orðið um safnaferðir en
ætlast var til, en hún hafði fengið aðra reynslu, sem útlit var
12