Skírnir - 01.01.1976, Page 181
SKÍRNIR
BÓKMENNTIR OG KVENFRELSI
179
Það er þó ekki að sjá að persónur sögunnar séu í neinum
verulegum efnahagsvandræðum. Ragna fær „vel greitt“ fyrir list
sína (33), og hefur „vel efni á“ að kaupa tilbúin barnaföt (154).
Hún þarf ekki akleilis á meðlagi að halda frá barnsföður sín-
um, „gæti vafalaust séð fyrir barninu án meðlags og allra þeirra
styrkja, sem beinlínis gerðu það að verkum nú á dögum, að fólk
framleiddi börn til að fá sem mesta peninga“ (136), og ætlar
því ekki að „ganga bart fram í að fá sem mesta peninga eins og
allar aðrar gerðu“ (137). Einstæðar mæður eru sem sagt ansi
vel settar í „þessu erfiða íslenska þjóðfélagi" og ekki er hætta á
að „efnahagskerfið fari með þær í hundana".
Og ekki kemur efnahagskerfið í veg fyrir taumlausa drykkju
og skemmtanir listamanna. Það má t.a.m. reikna út að Ragna
kaupir minnst 4—5 hvítvínsflöskur á viku, og er henni „alveg
liætt að endast fram á sunnudag, það sem hún keypti venjulega
á föstudögum“ (46). Bari sækir þetta fólk reglulega um hverja
helgi, stundum tvisvar í viku.
Peningar — per se, eru af hinu vonda, og þeir „skipta hvort eð
er minnstu máli í lífinu" (135). Þeir sem hafa áhuga á peningum
eru auðvaldsseggir eins og pabbi Hildar, sem græðir þótt undar-
legt kunni að virðast á bókaútgáfu, og verkamenn eins og Gulli.
„Peningavald" (38) pabbans er ekki sett í samband við efna-
hagskerfið lreldur kunningsskap hans við bankastjóra, og lengra
nær ekki sú þjóðfélagsgreining. Það er þetta peningavald sem
ætlar Þráin lifandi að drepa og er ástæða þess að hann getur
ekki slitið sig frá Hildi. Gulli er „tilþrifalaus og hrútleiðinleg-
ur“ (46), og persónugerving borgaralegs þjóðfélags, lítur vel út
á yfirborðinu en er einskis virði ella, enda losar Ragna sig snar-
lega við hann.
Það er athyglisvert að í þjóðfélagssýn bókarinnar er sett jafn-
aðarmerki milli auðvalds og verkalýðs, hinar raunverulegu
stéttaandstæður þurrkaðar út. Gegn þessum fulltrúum peninga
er teflt listamönnum. Þjóðfélagsbaráttan stendur milli borgara-
skapar og listar.
Lífið sjálft er að finna meðal listamanna, og það er þar sem
hin borgaralega Hildur á að kynnast raunveruleikanum: