Skírnir - 01.01.1976, Page 182
180
HELGA KRESS
SKÍRNIR
Það var annars meira, hvað rúmaðist af þverstæðum í svona lítilli mann-
eskju eins og Hildi. Greinilegt var að konutetrið botnaði harla lítið í
lífinu. En hún fengi áreiðanlega að kynnast því fljótlega, ef hún héldi áfram
að umgangast klíku listamannaspíra í Reykjavík (32).
Það má þó ekki með sanni segja að listinni og gildi hennar
séu gerð nokkur skil í þessari bók, né heldur er það ljóst hvaða
hlutverki hún gegnir í lífi persónanna. Hún hangir í jafnlausu
lofti og þjóðfélagsgagnrýnin, og kemur fram á sama hátt, sem
orðin tóm: „Hann og bræðurnir ræddu um listina á hinum
ýmsu sviðum af mikilli innlifun" (137).
Listin er ákaflega óljóst hugtak, t.a.m. virðist kvenleg fegurð
og auglýsingaiðnaður talin heyra undir hana: „Merkilegt hvað
Fía gat safnað utan um sig af alls kyns listamannaspírum. Hóp-
urinn af heimilisvinunum samanstóð af málurum, myndhöggvur-
um, skáldum, ljósmyndurum, fyrirsætum .. .“ (10), og Fía er
gjaldgeng sem listamaður m.a. vegna þess „að hún starfaði tals-
vert við að sýna föt í auglýsingum“(10), og er því þá gleymt í
bili að auglýsingar þjóna borgaraskapnum. Ahugi þessara lista-
manna á listinni virðist heldur ekki rista mjög djúpt, þegar frá
er talið að þeir skála ævinlega fyrir henni þegar hvítvín er haft
um hönd. Öllu heldur eru böll og skemmtanir þessa fólks ær
og kýr: „Bráðum fór lífið að færast í svipað horf og var áður ...
Kunningjarnir hringdu og komu og allir fóru út að skemmta
sér“ (103).
Þjóðfélagsgagnrýnin kemur einkum fram í andúð á fínum
fötum og bílum. „Hildur var eins og klippt út úr samkvæmis-
kjólaauglýsingu, en hún sjálf var berfætt, í ilskóm, gömlum
gallabuxum og víðri, eldgamalli mussu“ (139). Eftir að Þráinn
er kominn undir peningavald tilvonandi tengdaföður skiptir
hann á táknrænan hátt um klæðaburð:
Hvað er að sjá útganginn á þér? sagði hún og hló ... Snjáðu gallabuxumar,
trampskómir og lopapeysan var horfið, en í staðinn komin grænköflótt
jakkaföt, sólaþykkir skór með háum hælum, forláta vestispeysa og upp úr
hálsmálinu stóð útsaumaður skyrtukragi (33).
Það er ekki tilviljun að Gulli er bílaviðgerðarmaður, og
Ragna getur þess vegna ekki hugsað sér að giftast honum: