Skírnir - 01.01.1976, Síða 184
182
HELGA KRESS
SKÍRNIR
Dæmigerð íyrir yfirbreiðslu vandamála og sættir andstæðra
liagsmuna er umfjöllun bókarinnar um stöðu einstæðra mæðra.
Ákvörðun Rögnu að neita að feðra barn sitt er lýst af aðdáun,
enn einu dæminu um stolt hennar og dugnað. Sú þarf ekki aldeil-
is á neinum karlmanni að halda til að bjarga sér. Eins og ekkert
sé sniðugra og frjálslegra er faðirinn losaður undan allri ábyrgð
á barni sínu, fjárhagsbyrði móður enginn gaumur gefinn, hvað
þá rétti barnsins til að vita faðerni sitt. Börnin tilheyra móður-
inni, hvorki sjálfum sér, föður né samfélagi. Fyrir utan þá ein-
staklingshyggju sem hér er verið að boða, er beinlínis verið að
ýta undir slíkar aðgerðir einstæðra mæðra.
Smáerfiðleikar við að koma upp barni eru að vísu viðurkennd-
ir, en þeir varða ekki Rögnu:
Aðrar konur eignuðust böm, flestar í ógáti, en sumar viljandi og auðvitað
fylgdu því alltaf erfiðleikar, einkum í sambandi við að koma bömunum
fyrir á vinnutíma. Sjálf þurfti hún ekki að glima við þá erfiðleika,
þar sem hún vann eingöngu heima í sinni eigin íbúð og þar kom enn
eitt jákvætt til sögunnar, því ekki þyrfti hún að lenda í húsnæðisvandræðum
vegna þess að fólk vildi ekki leigja barnafólki íbúðir sínar (51).
Sá kostnaður sem barn hefur í för með sér, vinna, binding og
óþægindi af næturvökum, ekki síst fyrir útivinnandi einstæðar
mæður, eru hér ekki fyrir hendi.
I lokin er svo brugðið upp mynd af barninu Ósk, hjalandi og
hlæjandi í grindinni sinni meðan nramma er „önnum kafin við
að teikna eins og jafnan á þessum árstíma" (157). Rökrétt niður-
staða þessara viðhorfa til vandamála einstæðra mæðra er, að
hafi þær bara húsnæði og heimavinnu sé allt í lagi. Einnig mætti
leysa dagheimilisvandamálin út frá þessari formúlu með að leyfa
konum að hafa börnin með sér á vinnustað.
Sama yfirbreiðslan gagnsýrir einnig stíl bókarinnar. I raun-
inni eru allir vinir, í rauninni eru allir ánægðir og vandamálin
bara sýndarvandamál. T.a.m. geta þær vinkonur Fía og Ragna
ekki rifist án þess að jrað reynist bara „mismunandi túlkun á
sömu skoðun“ (6). Og þegar Hildur reiðist er það nefnt „að
ausa úr sér“ (147). Skýrast kemur þetta þó fram í þeim sí-
fellda hlátri sem fylgir persónum bókarinnar, og einkennir við-
brögð þeirra, jafnt sem senuskipti og aðfaraorð: