Skírnir - 01.01.1976, Síða 185
SKÍRNIR
BÓKMENNTIR OG KVENFRELSI
183
hún heyrði hlátur og glaðværar samræður langt út á götu (51); Glaðlegt
skvaldrið í Fíu barst upp alla stigana (11); Þeir litu fyrst á hana, en síðan
hvor á annan og fóru að hlæja (22); og nú hló hún eins glaðlega og hún gat
(148); hlógu þeir og sögðust hafa (137); — Ó, þið karlmenn. Ragna hló. —
(107); Ragna hló (t.a.m. 134, 145, 146, 151); Hildur hló (146); Hann hló (149);
þau hlógu öll (149).
Og síðan endar bókin á skellihlátri, en þá er líka hamingjan
fullkomnuð: „Svo skellihló hún“ (160).
Það sem í þessu sambandi er einkum athyglisvert við þessa
hugmynd um lífið sem hamingju og hlátur, er það að yfir-
breiðslan er gerð að hlutverki konunnar. Hér birtist eins skýrt
og á verður kosið venjubundin skoðun á konunni sem manna-
sætti, holdtekju góðsemi, umburðarlyndis, fórnfýsi og þjónustu-
lundar. Og það er einmitt í krafti allra þessara eiginleika sinna
að Ragna uppsker laun sín, ást hans.
Hlutverkaskipting kynjanna er mjög skörp í þessari sögu, og
í fullu samræmi við ríkjandi viðhorf. Hlutverk karlmannsins er
að vera húsbóndi á sínu lieimili, og ef hann er það ekki, fer illa.
Þetta er einmitt vandamál Þráins, því að konan vill bæði ráða
yfir honum og vinna fyrir honum:
Ragna hafði á tilfinningunni, að Þráni líkaði þetta allt saman ekki of vel.
Kannske var hann bara sár yfir að Hildur og faðir hennar skyldu taka af
honum öll ráð og gefa honum ekkert tækifæri til að vera heimilisfaðir
eða húsbóndi (57).
í þessari hugmyndafræði er listin ekki talin fullgilt starf
karlmanns:
\'eslings Þráinn. Hann átti skilið að verða hamingjusamur eftir allt, sem
hann hafði orðið að reyna. En gæti hann orðið það með Hildi? Fyndist
honum ekki erfitt, fullfrískum karlmanninum, að lifa á unnustu sinni og
gera ekki neitt? Að vísu var hann að skrifa bók ... (68).
Nákvæmlega hliðstætt er samband Gulla og Rögnu, en þar
skilur milli feigs og ófeigs, að Gulli er rola og vill láta ráða yfir
sér, en Þráinn gerir uppreisn.
Til samræmis við húsbóndahlutverk karlmannsins ber konu
að vera góð húsmóðir. Það er Ragna, en hins vegar ekki Hildur,
sbr. hroðalegar lýsingar á draslinu í íbúð þeirra Þráins og hjálp
Rögnu og frumkvæði við tiltektir.