Skírnir - 01.01.1976, Síða 186
184
HELGA KRESS
SKÍRNIR
Konan á að skilja, þola og fyrirgefa. Það gerir Ragna, en
ekki Hildur, sem þrátt fyrir heilræði Rögnu tekur á móti manni
sínum með skömmum, þegar hann kemur fullur heim eftir
margra daga fyllirí og kvennafar. „Láttu bara eins og ekkert sé
og taktu vel á móti honum, þegar liann kemur“ (65), er boð-
skapur bókarinnar til eiginkvenna. Hvað eftir annað verður
Ragna að taka á sig kvenhlutverk Hildar til að bjarga Þráni.
Eitt sinn bíða þær saman á heimili þeirra Hildar eftir að hann
komi heim drukkinn og væntanlega illa til reika. „Ragna vakn-
aði laust fyrir hádegið og þó hún væri livergi nærri útsofin,
ákvað hún að fara á fætur og reyna að búa til einhvern mat,
ef ske kynni að Þráinn rækist heim á hverri stundu. Hildur svaf
sem fastast“ (79). í annað skipti kemur hann heim til Rögnu og
sofnar fullur í stól:
Skyndileg blíðutilfinning vall upp í brjósti hennar. Ef það vaeri i hennar
verkahring að hugsa um hann, skyldi hún dekra við hann í bak og fyrir
og lofa honum að fara sínu fram, en ekki ausa yfir hann skömmum. Þetta
var það sem Ólöf gerði og það gæfist sennilega best, þegar til lengdar léti.
Æ, honum yrði kannske kalt þarna (68).
Sama munstrið er að finna í lýsingunni á sambúð Ólafar og
Kidda. En Ólöf er að læra sálfræði og kann því lagið á honum,
„og tók fagnandi á móti honum, þegar hann kom heim“ (52),
eftir að hafa verið á „fylliríi og kvennafari út um allt, stundum
dögum saman“ (52). „Aldrei ásakaði hún hann eða yfirheyrði,
var bara góð“ (52), og þetta reynist „rétta aðferðin, sem hún
beitti við Kidda sinn og hann tignaði hana greinilega" (52—53).
Karlmenn eru „gallagripir" sem konum ber að taka með
skilningi og þolinmæði, og sem þær falla fyrir. Kiddi er „dálítill
gallagripur" (52), og sömu einkunn gefur Þráinn sér í eftirfar-
andi ástarsenu:
Þú mátt ekki verða vond og reka mig á dyr, þó ég geti ekki játað þér alla
mína ást ævilangt. Því get ég líklega aldrei lofað neinni konu. Taktu mig
sem þann gallagrip sem ég er og ekki neitt annað. — Hún hallaði sér að
brjósti hans. — Ég geri það, hvíslaði hún. — Þú ert gallagripurinn, sem ég
hef þráð í fjögur ár... Hún leit upp og brosti glaðlega og fann, að þetta
sem hún sagði var satt. — Við skulum koma inn til mín, hvíslaði hún
lágt (119).