Skírnir - 01.01.1976, Page 187
SKÍRNIR
BÓKMENNTIR OG KVENFRELSI
185
í lýsingu Þráins og Kidda kemur fram hugmyndin um karl-
manninn sem ótrygglyndan í ástum og óbein viðurkenning sam-
félagsins á því. Þeim leyfist að halda fram hjá, af því að það er
eðli þeirra. Konur eru hins vegar tryggar, þ.e.a.s. þegar þær
hafa fundið hinn eina rétta, sem þeim er skapaður.
Góðsemi Rögnu og fórnfýsi nær hámarki í senunni þar sem
hún situr yfir Þráni meðvitundarlausum og hjúkrar honum og
gefur honum sprautur í afturendann. Þetta verður hún að gera
vegna þess að Hildur, sem eiginlega stóð verkið nær, er „svo
skelfing hrædd við öll veikindi og býður við því að hugsa um að
hjúkra fólki“ (92). Enda verður þetta upphaf að uppteknu ást-
arsambandi Þráins og Rögnu sem og að barni hennar.
Eitt af því sem óvefengjanlega sýnir rétt Rögnu til Þráins er
hæfileiki hennar í móðurhlutverkinu. Hildur nefnilega „hatar
börn“ (142), fyrir utan það að hún missir tvisvar sinnum fóstur
af slysförum, í seinna skiptið í bílslysi. En þá hefur Þráinn
þrisvar sinnum orðið fyrir fósturmissi af völdum slysa, en hið
fyrsta var í járnbrautarslysi þar sem frönsk unnusta hans fórst
ásamt fóstri þeirra. Hann er því orðinn langþreyttur eftir barni.
„Mig hefur alltaf langað óskaplega til að eignast barn“ (42),
segir hann við Rögnu við upphaf sögunnar, og bókina sína
lætur hann heita „Undir belti“ (121).
í lok Holdsins sameinast þannig allir þættir kvenhlutverks-
ins í eina hamingjusamlega heild. Ragna er móðir, ástkona og
væntanleg eiginkona. Ólöf og gallagripurinn Kiddi eignast barn,
og svo algjör er samræmingin, að m.a.s. Hildur „getur jafnvel
hugsað sér að eignast barn núna“ (155), en það er af því að hún
hefur nú loks fundið þann mann sem henni var ætlaður.
3
Eftirþankar Jóhönnu eftir Véstein Lúðvíksson eru endurminn-
ingar rúmlega fertugrar konu, tvískilinnar og fimm barna móð-
ur, þar sem hún segir „sannleikann“ (8, 205) um samband sitt
við Hörð, sem hún hefur hjálpað til að fremja sjálfsmorð. Þær
eru skrifaðar nóttina eftir jarðarför lians og eiga í senn að vera
eins konar varnarskjal hennar og sjálfskoðun.
Að ýmsu leyti minna Eftirþankar Jóhönnu á lífsreynslusög-