Skírnir - 01.01.1976, Side 188
186
HELGA KRESS
SKÍRNIR
ur vikuritanna, sem andstætt ástarsögunum eru sagðar í 1. per-
sónu og lýsa kreppu í lífi söguhetjunnar, baráttu hennar fyrir
ást sinni og sigri að lokum. í lífsreynslusögunum er ekki að
finna þá beinu samræmingu mótsetninga sem einkennir ástar-
sögurnar, heldur fjalla þær einmitt oft um árekstra drauma og
veruleika í þeim tilgangi að sýna sterkan einstakling. Þessi ein-
staklingur hefur sig upp úr umhverfi sínu og stendur einn og
óbugaður gagnvart erfiðleikunum, og er sigur hans fólginn í
því. Þjóðfélagið er uppnumið í þessum sögum, vandamál sögu-
hetjunnar eru persónuleg vandamál og er orsaka þeirra að
leita hjá öðrum einstaklingum.
Form Eftirþanka Jóhönnu er ákaflega gallað, jafnt hvað varð-
ar tíma, stíl, byggingu og sjónarhorn. Það fær t.a.m. ekki staðist
að Jóhanna skrifi alla þessa bók á rúmum fjórum klukkustund-
um, J).e. frá miðnætti til að ganga fimm um nótt. Ekki heldur
fær minni hennar staðist, en löngu liðin samtöl rekur hún orð-
rétt eins og ekkert sé, og lýsir minnstu viðbrögðum í smáatrið-
um. T.a.m. er liún látin í ársbyrjun 1975 muna hvað hún haust-
ið 1973 hugsaði yfir Herði dauðadrukknum um atburði sum-
arsins 1952. Á sama liátt man hún minnstu svipbrigði bæði sín
og Harðar þegar þau hittust fyrst fyrir sextán árum. Þetta stál-
minni á þó ekki að vera neinn sérstakur eiginleiki Jóhönnu því
að það einkennir alla heimildarmenn hennar.
Frásögnin er brotin upp í mörg tímasvið og rnargar sögur,
sem höfundur hefur ekki ráðið við að samræma í nokkra heild
í vitund Jóhönnu á skrifandi stund. Stíllinn á líklega að vera
eftirlíking þess sem höfundur telur alþýðustíl, kryddaður klámi
og blótsyrðum, og hæfir því undarlega illa Jressu eintali sálar-
innar Jjar sem Jóhanna á að vera að gera upp líf sitt.
Frásögn sína byggir Jóhanna upp á kjaftasögum, leyndarmál-
um og uppljóstrunum, sem miðað við aðstæður taka of mikið
rúm í huga hennar. Þetta reynist þó ekki eiga að einkenna vit-
und hennar sérstaklega, heldur er þessi strúktúr eitt meginfrá-
sagnarlögmál bókarinnar í heild.4 Ekki virðist heldur hafa ver-
ið gerð tilraun til að ritstýra öllum sögum bókarinnar í átt að
nokkrum heildarskilningi. Þannig verður bæði afstaða Jóhönnu
til frásagnarinnar, sem og höfundarafstaðan, óljós. Bókin er full