Skírnir - 01.01.1976, Page 189
SKÍRNIR
BÓKMENNTIR OG KVENFRELSI
187
af mótsögnum og lausum þráðum, og persónulýsingar fá ekki
einu sinni staðist innan ramma verksins. Samt er engu líkara
en höfundur hafi grun um að eitthvað sé bogið við persónulýs-
ingarnar því að liann slær oft þann varnagla, að þær eigi að
vera svona óskiljanlegar. Með þessu getur allt skeð og ekkert
þarf að útskýra. „Ég skildi það ekki — og skil það ekki ennþá —
liversvegna ég leyfði honum að vera“ (77), segir Jóhanna um
upphaf seinna hjónabands síns. Á sama hátt eru óskiljanleg
samskipti Harðar og Hrafnhildar afgreidd: „Hvernig átti hann
að geta svarað því? sagði hann. Hann hafði aldrei skilið þetta“
(195). Þótt persónnr skilji ekki sjálfar sig, verður einhver skiln-
ingur á þeim að vera fyrir hendi í verkinu, hvort sem það er
skilningur sögumanns eða liöfundar eða hvorttveggja.
í vönduðum ritdómi um Eflirþanka Jóhönnu tekur Kristján
Jónsson meðal annars fyrir sjónarhorn sögunnar og bendir á
hve ótrúlega lítill hluti hennar er sagður í fyrstu persónu.
Telur hann misheppnun sögunnar felast í því, „að höfundur
hefur ekki nægjanlegan skilning á því sjónarhorni sem hann
velur sér.“5 Hér á Kristján við skilning á frásagnartækni ein-
göngu og nefnir ekki þá staðreynd sem er mjög athyglisverð í
þessu sambandi, að sjónarhornið er konu. Til að geta valdið
slíku sjónarhorni verður höfundur að gera sér grein fyrir þjóð-
félagslegri stöðu kvenna og þeim áhrifum sem hún hefur á vit-
und þeirra. Þ.e. í þessu tilviki hér, stöðu einstæðrar móður með
tvöfalt vinnuálag og lág laun, ásamt þeim áhyggjum og vanda-
málum sem þeirri stöðu fylgja í ríkjandi þjóðfélagskerfi. Þenn-
an skilning er ekki að finna í Eftirþönkum Jóhönnu, og er því
á mörkunum að hægt sé að taka bókina alvarlega.
Sjónarhorn Jóhönnu er í rauninni ekki hennar, heldur er það
dæmigert karlmannasjónarhorn, og sagan snýst ekki um hana,
heldur um Hörð. Það er hann sem er burðarás verksins og hreyfi-
afl, hún er bara einn af þolendum þess, og þetta brýst út í
forminu þegar 1. persónu frásögn liennar er bæld niður af 3.
persónu frásögn.
Þolandastöðu sinni deilir Jóhanna með öðrum konum bók-
arinnar. Þeim er ekki lýst nema í afstöðu við kynferði og karl-
menn, og þá einkum Hörð. Aðdráttarafl hans er með ólíkind-