Skírnir - 01.01.1976, Page 190
188
HELGA KRESS
SKÍRNIR
um, og verður vart skýrt með öðru en óskhyggju karlveldisins.
Strax og Jóhanna sér hann hjá Finni frænda sínum, liggjandi
brennivínsdauðan á sóffa, gerist hún viðþolslaus af forvitni.
Hún spyr mörgum sinnum um hann án þess að fá svör:
En þegar ég... vildi fá að vita hvað hann hét, þá byrjaði Finnur í mestu
rólegheitum að tala um eitthvað allt annað. Svo gaut hann til mín aug-
unum öðru hvoru til að sjá hvað ég var forvitin og pirruð. Eftir dálitla
stund gat ég ekki setið á mér lengur og greip frammí fyrir honum og sagði,
að mér fyndist þetta helvítis óréttlæti; ég segði honum alltaf allt um
mig... (12).
í kjaftasagnastrúktúrnum er áberandi kynskipting. Konurnar
eru hreint að farast úr forvitni og leggja mikið á sig til að afla
upplýsinga (Jóhanna, mamma hennar, Rannveig), en karlmenn-
irnir sem þær spyrja eru drjúgir með sig og leyndardómsfullir
(Hörður, Finnur, pabbi Rannveigar). Aðalheimild Jóhönnu er
frændinn Finnur sem skammtar henni upplýsingar um Hörð
þegar lionum sýnist. Einu sinni leggur Jóhanna það m.a.s. á
sig að bjóða lronum í mat og spila við hann hálfan sunnudag
án þess að fá hann til að segja nokkuð. Þegar Jóhanna loksins
hittir Hörð spyr hún hann í þaula, með misgóðum árangri þó:
og síðan þurfti ég að toga það uppúr honum með mörgum
spurningum, að hann væri að fara norður í land... En þegar
ég spurði hvað hann hefði gert undanfarið, þá sagði hann að
hernaðarleyndarmál lægju ekki á lausu“ (49—50), og síðan er
því bætt við að hann hafi notið þess hvað hún var forvitin. Þegar
Hörður svo síðar imprar á hjónabandi sínu við hana nær for-
vitnin hámarki:
Ég var of forvitin til að ég gæti þagað. Þegar ég var hrædd um að hann
ætlaði að sleppa því sem mig langaði til að vita, þá greip ég frammí fyrir
honum og spurði og spurði... Samt fann ég að hann leyndi mig einhverju
(94). — Hvernig þá? sagði ég. Hvernig þá? (94). — Mér fannst þetta einum
of snubbótt. En ég fékk ekki að vita neitt meir þó ég spyrði tvisvar (96).
Sín á milli tala konur svo um Hörð eftir munstrinu „Fríða
systir sagði mér eftir mömmu“ (102) og „seinna sagði Rannveig
mér eftir vinkonu frænku sinnar“ (92).
Hörður er maðurinn í lífi Jóhönnu, og það kemur í ljós, að
áður en hún hittir hann dauðan hjá Finni, hefur hún í undir-