Skírnir - 01.01.1976, Síða 193
SKÍRNIR
BÓKMENNTIR OG KVENFRELSI
191
Öll þau vandamál sem upp koma í sögunni er að rekja til
einstaklinga, og þar er engar vísbendingar að finna um víxl-
verkanir einkalífs og opinbers lífs, eða um sálarlíf sem þjóðfé-
lagslegt fyrirbrigði. Þeir sem hafa vond áhrif, eru vondir í
sjálfu sér, og því fylgja oft lýsingar á geðveiki, fávitaskap eða
bæklun viðkomandi. Skýringin á Gumma, fyrri manni Jó-
hönnu, er þessi: „Annars átti liann bágt greyið, og gat ósköp
lítið gert að því hvernig hann var“ (34), og er fólkinu sem
hann ólst upp hjá kennt um, enda „hálfruglað fólk“ (34). Þegar
þau „lirukku uppaf“ (35) var sonur þeirra sendur á Kópavogs-
hælið en Gummi lenti hjá „kellingarhexi" (35) sem „tók hann
einstöku sinnum uppí til sín og kenndi honurn undirstöðuatriði
kynlífsins" (35). En þegar „kellingunni tókst að ná sér í bæklaðan
sérvitring“ (35) varð Gummi að sjá um sig sjálfur.
Á sama persónulega plani er skýringin á Kristjáni, seinni
manninum: „En hvar á ég að byrja? Hvar í fjandanum byrjar
svona lagað? Hjá afa hans, ræflinum ... Eða pabbi hans ... Ég
veit það ekki. Mig grunar bara að það fæðist enginn með þess-
um ósköpum" (78).
Manneskjan sjálf hefur enga ábyrgð, og hefur alltaf ein-
hverjum öðrum urn að kenna. „Hörður var bara svona og gat
ekkert að því gert“ (186), en síðan kemur á daginn að í raun-
inni er sökin hjá tengdamóður hans, sem hafði verið berklaveik
í 25 ár, áður en hún loksins gifti sig „fertug, marghoggin og
öll í keng“ (94), — og ástkonunni Hrafnhildi, sem „sumir" sögðu
að væri „bandbrjáluð“ (108).
Er tengdamóðurinni marghöggnu hvorki meira né minna en
kennd hugmyndafræði kapítalistísks þjóðfélags:
Strax kvöldið sem Laufey kynnti þau spurði sú gamla hvað hann hefði
mikið á mánuði. Og hann sagði henni einsog var, montinn af því að hafa
ágætar tekjur, fasta stöðu og langt sumarfrí. En þá setti hún upp svip-
inn ... (127).
Eyðileggingarmáttur Hrafnhildar felst bæði í peningakröfum
hennar og kröfu um að Hörður drepi morðingja unnustans
Gulla í hefndarskyni. Svo hart er Hörður pressaður, að hann
neyðist til að gerast smyglari og sprúttsali, en þar kynnist hann