Skírnir - 01.01.1976, Síða 194
192
HELGA KRESS
SKÍRNIR
einmitt Finni sem er í smyglarabransanum af sömu ástæðu, pen-
ingakröfum konu, þ. e. Jóhönnu. En hún er „peningagleyp-
irinn hans Finns“ (28). Þannig rná segja að fjárhagsvandamál
og láglaunastaða kvenna sé í bili leyst með því að láta þær
gerast blóðsugur á karlmönnum. Þriðji maður í glæpahringnum,
Baddi kækur, fer heldur ekki varhluta af þessu, og áður en þeir
eru teknir, „fékk kellingin hans eldhúsinnréttinguna sína og
ný teppi útí öll horn“ (154).
Sama þjóðfélagssýn kemur fram í gagnrýni bókarinnar á kven-
hlutverkinu, en ímynd þess birtist í „stelpunum í vinnunni“ (30),
einkum Rannveigu. Jóhanna getur ekki „tekið þátt í þessu
eilífa snakki þeirra um alls ekki neitt“ (30), og þær eru „alltof
miklar pífudúkkur til að skilja mig yfirleitt" (30). Sjálf hefur
liún skilið við mann m.a. vegna þess að hann vildi láta hana
klæðast „dýrum samkvæmiskjólum“ (86).
Kvenhlutverkið í hnotskurn má sjá í eftirfarandi lýsingu
Rannveigar, sem er um þrítugt og ógift:
Mér hafði aldrei fundist hún geðbiluð einsog sumum í bankanum. Hún
var bara soldið brengluð og ekkert óskiljanlegt að hún skyldi hafa orðið
það. Hengja sig í þennan kærasta sinn einsog hann væri það einasta í líf-
inu, næstum lífið sjálft, og missa hann svo einmitt þegar hún gat ekki
verið án hans eina einustu stund. Uppfull af allskonar móðurkjaftæði og
verða svo að kyngja þvx að hún var ekki manneskja til að hafa strákinn
sinn. Halda innst inni að karlmannslaus kona hlyti að vera algert úrhrak og
vita svo ósköp vel — þrátt fyrir allar blekkingarnar — að hún átti ekki
orðið séns í nokkurn mann. Og finnast fjölskyldan vera það æðsta sem til
var og eiga svo foreldra og þrjú systkini sem sniðgengu hana einsog þau
mögulega gátu (159—160).
í þessari skilgreiningu Jóhönnu á sálarlífi Rannveigar kemur
að vísu fram krítísk afstaða gagnvart hugmyndafræði borgara-
legs þjóðfélags um lrina einu réttu stöðu konunnar, — í fjöl-
skylduhlutverkinu, móðurlilutverkinu og ástinni, — en það er
ráðist að einkennum en ekki orsökum. „Brenglun“ Rannveigar
er ekki séð sem sálrænar afleiðingar þjóðfélagskerfisins og liug-
myndafræði þess, hún er ekki fórnardýr kerfisins, lieldur getur
hún sjálfri sér um kennt. Ef kærastinn hefði ekki svikið hana,
og ef hún hefði ekki látið frá sér barnið, þ.e.a.s. ef hún væri