Skírnir - 01.01.1976, Page 195
SKÍRNIR
BÓKMENNTIR OG KVENFRELSI
193
ekki svona mikill aumingi, og svona leiðinleg og ljót, þá væri
allt í lagi. Því er ekki svarað af hverjn liún er ekki „manneskja"
til að hafa barn sitt, og af hverju hún leitar að sjálfumleika sín-
um í ást og fjölskyldu. Að síðustu mætti svo einnig útskýra af
hverju hún á ekki „séns í nokkurn mann“. — Eru þeir allir
svona vandlátir?
Vandamál Jóhönnu eru móður hennar að kenna. Bara það
að hún varar hana við Herði verður til að auka áhuga hennar
á honum og „þá hugsaði ég með mér, að ef svo ótrúlega skyldi
vilja til að hann kærði sig eitthvað um mig, þá yrði þetta áreið-
anlega til þess að ég gifti mig í þriðja sinn. Eg var nefnilega
farin að efast um að ég hefði nokkurntíma eignast fimm börn
með þrem mönnum og gifst tveim þeirra, ef hún hefði ekki
verið svona mikið á móti því“ (62). Mæður eru vondar sam-
kvæmt skilgreiningu, sbr. einnig tengdamóður Harðar og Flrafn-
hildi sem móður. Höfundur blandar saman móðurhlutverk-
inu og mæðrum sem persónum. Sama á sér stað í lýsingu Rann-
veigar, sem er óþolandi af því einu að hún samsamar sig kven-
hlutverkinu.
Þessi gagnrýni bókarinnar á venjubundnu hlutverki kvenna,
sem einkum birtist í lýsingu Rannveigar og deilum Jóhönnu
við rnóður sína, er í mótsögn bæði við sjálfa lýsingu Jóhönnu
og þá hugmyndafræði sem kemur fram í bókinni í heild. Frá-
sögn sína byrjar Jóhanna m.a.s. með að leggja áherslu á sig sem
ósjálfstæða kynveru: „Ég var búin að vera „ein“ í eitt og hálft
ár og fannst lífið einhvernveginn hlaupið frá mér“ (9). Síðan
snýst öll hugsun hennar seint og snemma um Hörð, og hún
sinnir hvorki vinnu, börnum né heimili, hvað þá vinum eða
áhugamálum, sem hún raunar virðist ekki eiga. Hún baðar sig
í ljóma Harðar þegar þau ganga saman á götu: „ég var að vona
að allur heimurinn sæi mig — núna! einmitt núna!“ (52). Og að
lokum blandast kynhlutverk hennar og þolandastaða í eins
konar siðferðilegan sigur gagnvart umhverfinu, hún ein gat
elskað Hörð, og hún ein gat hjálpað honum. í jarðarför hans
er ekki um að ræða neina sorg, heldur upphafna tilfinningu,
e.k. staðfestingu hennar á sjálfri sér sem manneskju:
13