Skírnir - 01.01.1976, Page 196
194
HELGA KRESS
SKÍRNIR
Og á meðan kórinn söng hugsaði ég ekkert nema hvað það væri þrátt fyrir
allt gaman fyrir mig, að Hörður skyldi frekar hafa leitað til mín en þessa
fólks, þegar verulega reið á. Já, ég var helst á því að ég hefði reynst honum
betur en allir aðrir til samans. Og undir ræðunni... þá brosti ég með sjálfri
mér af einskæru monti: kannski hefði enginn nema ég getað talað yfir hon-
um bæði af ást og viti (6).
Séð í heild eru konur í Eftirþönkum Jóhönnu skilgreindar
sera kynverur. Frásagnir a£ þeim eru svo til eingöngu bundnar
við kynhlutverk þeirra. Stúlkur hafa ekki fyrr náð kynþroska-
aldri en þær fara að vera með karlmönnum og verða ófrískar.
Jóhanna er sautján ára þegar hún eignast fyrsta barn sitt, sá
föður þess bara í eitt skipti, „þegar hann keyrði mig í skrjóðn-
um sínum suðrá Álftanes, beygði þar niðrí fjöru og tók mig í
aftursætinu" (14). Dóra dóttir hennar á lausaleiksbarn og gerist
ófrísk að öðru „eftir guð mátti vita hvern“ (55). Hrafnhildur er
ófrísk þegar hún byrjar að vera með Herði, og Gullublómið
dóttir hennar sefur hjá Herði. Bogga verður ófrísk og koma
„tveir til greina“ (192). M.a.s. mamma Jóhönnu hafði átt barn
áður en hún giftist. Að ógleymdri Rannveigu.
Eina barn Jóhönnu, sem eitthvað er sagt frá að ráði, er
dóttirin Dóra, enda orðin kynþroska kvenmaður:
Hann bað að heilsa Dóru og leit pínulítið vandræðalega uppí loftið. Ég
gat ekki annað en brosað. Hann hafði tvisvar eða þrisvar horft þannig á
eftir henni að mér datt i hug að honum fyndist hún falleg (101).
Sama karlmannasjónarliornið kemur fram í sögunni um Bubbu
sem raunar er algert innskot í endurminningum Jóhönnu og
gegnir þar engu hlutverki. Bubba lætur taka sig fyrir framan
áhorfendur standandi upp við stæðu í vöruskemmu: „— vasa-
ljósin sáu um að áhorfendur misstu ekki af neinu“ (123—124).
Gagnrýni bókarinnar á kynhlutverki kvenna er ekki djúp-
tækari en svo, að hún lætur frelsun þeirra felast einmitt í því.
Samúð höfundar er greinilega með Gullublóminu og Boggu,
og það eru þær sem bera í sér framtíðina. 1 jarðarförinni er
Gullublómið sú eina sem ekki lítur ásakandi á Jóhönnu, „hún
brosti til mín, næstum einsog við værum gamlar og góðar vin-
konur“ (7), og hún og Bogga eru þær einu sem Jóhönnu dettur
í hug að tala við, „þær mundu botna í mér“ (205). í bréfinu