Skírnir - 01.01.1976, Page 197
SKÍRNIR
BÓKMENNTIR OG KVENFRELSI
195
til Harðar segist Gullublómið ætla að passa sig á að verða ekki
eins og móðir hennar, „steindauð” og „ferlega búin“ (181), en
takmark hennar og leið til frelsunar nær þó ekki lengra en til
frjáls kynlífs: „En ég skal sarnt! Þekkja þúsund og elska þá
alla! Enga tveggja manna átveislu fyrir mig!“ (181).
Eins og Jóhanna áður, gerir Gullublómið uppreisn gegn
móður sinni og kvenhlutverkinu með því einu að staðfesta kyn-
hlutverk sitt. Það að sofa hjá Herði verður henni eins konar
skírsla, á svipaðan hátt og dauði Harðar verður Jóhönnu:
ég sé ekki eftir neinu. Þetta er það klárasta sem ég hef nokkurntíma gert
(fyrir utan hvað það var gott). Með þessu er ég búin að vinna! Með þessu
er ég loksins búin að berja það inní hausinn á henni að ég er ekkert barn,
að ég er sjálfstæð . .. (180).
Sjálfstæði kvenna og frelsun felst í að „elska þá alla“ eins og
Gullublómiö. En þá gleymist, að kynfrelsi kvenna í ríkjandi
samfélagi er ekki annað en sýndarfrelsi, og færir karlmönnum
í rauninni enn fleiri forréttindi.<! Innan verksins eru þær Dóra
og Bogga lýsandi dæmi. Báðar sitja þær uppi ófrískar eða með
börn sem óljóst er um faðerni að. — En þá erum við komin
í liring og aftur að hlutverki og stöðu einstæðra mæðra, sem
ekki er til umræðu í þessari bók.
4
Utrás eftir Jóliönnu Þráinsdóttur segir frá tímamótum í lífi
ungrar konu, Jennýar, og stefnulausri leit hennar að lífsfyll-
ingu, fyrst á börurn Reykjavíkur og síðan í Bandaríkjunum. Sag-
an er sögð í 1. persónu og hefst á jarðarför, eins og Eftirþankar
Jóhönnu. Sviplegur dauði eiginmanns Jennýar og vitneskja um
framhjáhald hans verða til þess að hún fer að rifja upp líf sitt
og kemst að því hve innihaldslaust það hefur verið og fullt af
lygi. Hún ákveður að byrja nýtt líf, og þar með hefst „útrás"
hennar með sífelldum vonbrigðum, en þó sáttum að lokum.
Atburðarás bókarinnar er mjög laus í reipum og í litlum
tengslunr við umræðu hennar og raunverulegt viðfangsefni.
Burðarásinn eru lýsingar á kynlífi, og kynferðistal ýmiss konar.
Allir reyna við Jenný, jafnt prestar, lyftudrengir, fylliraftar sem