Skírnir - 01.01.1976, Síða 202
200
HELGA KRESS
SKÍRNIR
Ég hafði alltaf haft tilhneigingu til að flýja raunveruleikann, og Tony gerði
mér flóttann svo auðveldan. í örmum hans stóð tíminn kyrr, jafnvel regnið,
sem lamdi rúðurnar, vakti með mér aukna þægindakennd. pað tilheyrði
hinum stóra heimi fyrir utan gluggann, heimi, sem Tony myndi vernda mig
gegn (218).
Að lokum virðist hún ætla að sætta sig við það sama og áður
í ófullnægjandi hjónabandi með Ragnari: „Lífið tók á sig blæ
þess hversdagslega öryggis, sem ég var vön að búa við. Ég var
hamingjusöm“ (226).
Þegar karlmenn bregðast henni, og öryggið í skjóli þeirra
reynist tálvon, er í ekkert annað hús að venda en móðurhlut-
verkið, það að fá að vernda og veita öryggi. Eins og í Holdið er
torvelt að temja tekur móðurhlutverkið við af brostnu kyn-
hlutverki. Barnið er heldur ekki bara bjargvættur kvennanna,
heldur einnig karlmannanna. Tony þráir „svo heitt að eignast
barn“(227), og hann kvartar undan eiginkonu sinni sem hindr-
aði hann í því: „ ... hún neitaði að eignast með mér barn. Eng-
in almennileg kona neitar manni sínum um barn. Ég er viss
um, að barn hefði breytt öllu lifi mínu, þá hefði ég átt eitthvað
til að lifa fyrir“ (197). Barnið kemur of seint fyrir Tony, hann
er þegar lentur í fangelsi. Jenný fórnar lionum fyrir barnið:
Kannski er samt betra, að hann sé dáinn — bæði fyrir mig og hann. Við
getum ekki haldið svona áfram — ég verð að hugsa um ófædda barnið mitt.
Ég get ekki látið það alast upp með föður, sem dvelst meira í fangelsi en
á heimilinu (231).
Hér kemur aftur fram sama sjónarmið og í Holdinu, faðir-
inn ræður engu um barnið. Þegar allt kemur til alls, er það
einkaeign móðurinnar.
Jenný sleppur við alla ábyrgð á ákvörðun sinni. Það er rödd
af himnum ofan sem er látin ákveða fyrir hana og segja henni
lrvað hún eigi að gera. Lífi sínu ræður hún ekki sjálf: „Þú ræð-
ur litlu um það, sagði styttan. — Mennirnir áætla, en guð ræð-
ur“ (231). Rödd styttunnar segir lienni að fara heim aftur: „þú
verður fyrst og fremst að hugsa um kraftaverkið, sem heldur
áfram að vaxa innan í þér, uns það er orðið að nýrri mann-
veru. Það er mikil ábyrgð“ (231). Vandamálum Jennýar er lok-
ið. Öryggisleysi hennar er orðið að vernd og í móðurhlutverk-