Skírnir - 01.01.1976, Síða 203
SKÍRNIR
BÓKMENNTIR OG KVENFRELSI
201
inu finnur hún tilgang sinn í lífinu — og væntanlega sjálfa sig.
Útrás hennar lýkur í sátt, ekkert skiptir máli nema barnið og
fyrir það ætlar hún að lifa. Röddin sem hún hlýddi var rödd
ömmunnar: „sú rödd, er alltaf átti til ráð og liuggun á rauna-
stundum bernsku minnar“ (232). Með því að láta Jenný sam-
sama sig þessu hlutverki ömmunnar, leggur verkið áherslu á
móðurhlutverkið sem tímalaust, óháð sögulegum breytingum,
og hefur það upp í dul. Og í fullu samræmi við það er styttan,
sem talar fyrir hönd ömmunnar, af dýrlingi.
5
Andstætt óljósri stéttarstöðu kvennanna í liinum skáldsögunum
þremur, fjallar Feilnóta í fimmtn sinfóniunni eftir Jökul Jak-
obsson um hreinræktaða yfirstéttarkonu. Henni er ekki gefið
nafn í bókinni, en hún er forstjórafrú, um fertugt að aldri, og
býr í einbýlishúsi í Arnarnesi. Sögu sína skrifar hún eftir dauða
elskhuga síns og misheppnaða tilraun til að brjótast út úr hlut-
verki sínu og byrja nýtt líf. Þetta gerir hún að ráði sálfræðings,
bæði til að veita sköpunarþrá sinni útrás og til að átta sig á
því sem gerðist.
Sjónarhornið er írónískt þegar lýst er ytri atburðum, en þeg-
ar komið er að hugleiðingum og tilfinningum verður frásögnin
ljóðræn, oft með vísunum í skáldskap. Eina eiginlega persónu-
lýsingin í sögunni er sögukona sjálf, aðrar persónur eru mann-
gerðir eða fulltrúar ákveðinna eiginleika, s.s. eiginmaðurinn,
forsætisráðherrann og biskupinn. Oft þjónar þetta þeirn til-
gangi að sýna firringu söguhetjunnar og einmanaleika, en geng-
ur einnig oft of langt í átt að farsa, paródíu, eða jafnvel lirein-
um fimmaurabröndurum. Annað sem veikir raunsæi sögunnar
eru ýmsar fjarstæður í atburðarás, s.s. höllin á Sikiley sem kem-
ur eins og deux ex machina inn í söguna. Allt eru þetta raunar
einkenni sem rná finna víðar í verkum Jökuls, einkum síðustu
leikritum hans, s.s. Dórnínó frá 1972 (útg. 1973), en stílblönd-
unin stingur oft meir og óþægilegar í stúf hér, þar sem frásögnin
er látin síast gegnum vitund einnar persónu. Ekki er tímasvið
lieldur alveg í lagi, og skipti milli nútíðar og þátíðar oft bein-
línis órökrétt.