Skírnir - 01.01.1976, Page 204
202
HELGA KRESS
SKÍRNIR
Þrátt fyrir marga tæknilega galla er Feilnóta í fimmtu sin-
fóníunni eina sagan þeirra fjögurra sem hér er fjallað um, sem
sýnir skilning á raunverulegri stöðu þeirrar konu sem verið er
að lýsa, og reynir að skilgreina hana. Sjóndeildarhringurinn er
að vísu ákaflega þröngur, þar sem eingöngu er um að ræða
stöðu giftrar konu í yfirstétt og ekkert haft til viðmiðunar eða
mótvægis. Stendur það í beinu sambandi við þjóðfélagssýn bók-
arinnar í heild sem gerir ekki ráð fyrir neinni stéttaskiptingu,
en sýnir þjóðfélagsandstæður sem samanstanda af yfirstétt ann-
ars vegar og hippum eða stjórnleysingjum hins vegar, ef þær þá
ekki bara felast í kynslóðabilinu. Yfirstéttin og eldra fólkið eru
fulltrúar borgaralegs lífs, en hippin og yngra fólkið eru full-
trúar einlivers óskilgreinds frelsis.
Söguhetja Feilnótu er eina konan í þessum bókum sem hér
er fjallað um, sem er óánægð með kvenhlutverk sitt og reynir
að gera uppreisn gegn því. í tvo áratugi hefur hún verið „flækt
í net samfélags og fjölskyldu" (74—75) og leikið það hlutverk
sem ætlast var til af henni, með þeim afleiðingum að hún veit
ekki lengur liver hún sjálf er:
hvar var ég stödd? heima hjá mér? Nei. Eg var í framandi húsi, hjá ókunnu
fólki, hvernig hafði ég villst inn í þetta hús, inn í þessa öld, þessi föt, þessa
skó, þessa borg? þennan tíma? (47).
Hún finnur engan tilgang með lífi sínu, og þarf hvorki að
sinna húsverkum né barnauppeldi, en eyðir tímanum við ýmis
konar góðgerðastarfsemi ásamt öðrum jafninnantómum heldri
manna konum. Hún leitar að sjálfri sér í sinni eigin spegilmynd
og síðan, eins og hugmyndafræðin býður, í ástinni, sem hún
telur sig hafa fundið í ungum og óreglusömum skólapilti sem
leigir sér súðarherbergi í Þingholtunum:
Það er ekki af aðdáun eða hégómagirnd eða sjálfselsku sem ég sit tímunum
saman fyrir framan spegilinn og stari á sjálfa mig. Það er af örvilnun sem
ég sit og stari á rnynd mína í speglinum. Örvilnun og ótta. Ég er ekki til
nema rétt þessa stund sem ég horfi á mynd mína í speglinum ... — Kannski
er ég líka til þetta augnablik sein ég fæ það þegar ég sef hjá þessum óhreina
strák í Þingholtunum ... (24).