Skírnir - 01.01.1976, Síða 210
208
HELGA KRESS
SKÍRNIR
endurspeglun, þær eru líka úrvinnsla. Með sérstökum eðlis-
þáttum skáldskaparins, s.s. táknum, myndmáli, persónusköpun,
byggingu, vinna þær úr hugmyndafræðinni og ná þannig út
yfir hana. Að vísu ná sumar bókmenntir ekki lengra en til
ómerkilegrar endurspeglunar, t.a.m. mest af afþreyingar- eða
skemmtisögunum, en aðrar geta í krafti skáldlegrar úrvinnslu
sinnar orkað aftur á þá hugmyndafræði sem þær eru sprottnar
úr, og hvort sem er afhjúpað hana, þróað eða styrkt. Þ.e.a.s. í
bókmenntum samtímans má sjá holdtekna liugmyndafræði sam-
tímans og krítíska afstöðu til hennar.
Um skáldsögurnar fjórar lief ég fjallað í röð eftir því hve krít-
íska afstöðu þær sýna til viðfangsefnis síns. Holdið er toruelt að
temja kemst næst því að endurspegla viðtekin viðhorf gagn-
rýnislaust, Feilnóla í jimmtu sinjóníunni kemst næst því að af-
hjúpa þau. Hinar tvær eru einhvers staðar þar á milli, og bilið
milli þeirra oft mjótt.
Allar spegla þessar sögur kynhlutverk konunnar. Höfuðvið-
fangsefni þeirra er ástin, og það frásagnarverðasta í lífi sögu-
hetjanna eru karlmenn. Þessar konur leita allar að tilgangi sín-
um hjá manninum sem þær elska, og án ástar eru þær búnar
að vera. En það má einnig sjá að þær þjást af öryggisleysi og
einmanaleika og tilfinningu um að vera utanveltu. Drykkju-
skapur einkennir allar sögurnar, konur drekka til að flýja raun-
veruleikann (undantekning er Eftirþankar Jóhönnu, þar er það
karlmaðurinn sem drekkur enda eru vandamálin hans). Út frá
þessu má álykta, að það sem einkennir konur í dag sé draumur
um ást og vernd, en einnig einmanakennd og tilfinning um að
vera minnimáttar.
Afstaða til þessarar kvenmyndar er mjög mismunandi. í Hold-
ið er torvelt að temja og Eftirþönkum Jóhönnu lifa konur bara
fyrir ástina. í nafni hennar svífast þaa: einskis, hvort sem það er
að gefa elskhuganum sprautur í afturendann, eða inn eitur til
að deyja af. Þær eru sterkar í ást sinni og fullar af löngun til að
hjúkra og gangast upp í manninum sem þær elska. Andstætt þess-
um bókum fjalla bæði Útrás og Feilnóta i fimmtu sinfóníunni
um konur í leit að sjálfum sér, vandamál þeirra er lífið. Báðar
upplifa þær sig sem firrtar, og rækja hlutverk sitt samtímis því